Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 13

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2019/105 269 R A N N S Ó K N greiningu. Hvert fætt barn var talið sem ein fæðing, það er ef kona fæddi tvisvar, eða tvíbura, var hún talin tvisvar þegar breytur um sjúkdóma voru skoðaðar. Til viðmiðunar við konurnar úr ICEBIO var fenginn við­ miðunarhópur frá Fæðingaskrá. Fyrir hverja fæðingu konu með alvarlegan liðbólgusjúkdóm voru fundnar, með slembivali, fjórar fæðingar heilbrigðra kvenna sem paraðar voru eftir aldri móður við fæðingu (± 5 ár) og hvort móðirin var frumbyrja eða fjölbyrja. Heilbrigðar konur voru skilgreindar sem konur sem ekki höfðu skráða langvinna sjúkdóma í Fæðingarskrá (tafla I). Viðmiðunar­ fæðingarnar áttu sér stað á svipuðum árstíma og fæðing konunnar með alvarlegan liðbólgusjúkdóm. Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið „R“. Notuð var lógistísk aðhvarfsgreining til að reikna gagnlíkindahlutföll fyrir hættu á fyrirburafæðingu, keisaraskurði, lágri Apgar­einkunn eftir 5 mínútur og lágri fæðingarþyngd. Fyrirburafæðing var skilgreind sem fæðing fyrir 37 vikna meðgöngulengd. Notuð var meðgöngulengd reiknuð út frá ómskoðun, en í þeim tilvikum þar sem þær upplýsingar lágu ekki fyrir var notuð meðgöngulengd reiknuð út frá síðustu tíðablæðingum. Til keisaraskurða voru tald­ ir bæði valkeisaraskurðir (O82.0) og bráðakeisaraskurðir (O82.1). Lág Apgar­einkunn var skilgreind sem undir 7 við 5 mínútur, en Apgar­einkunn er gefin af ljósmóður eða lækni á fæðingarstofunni og er reiknuð út frá 5 klínískum þáttum sem hver um sig gefur 0­2 stig. Þessir 5 þættir eru hjartsláttur, öndun, vöðvaspenna, svar við ertingu og litarháttur. Lág fæðingarþyngd var skilgreind sem þyngd undir 2500 g við fæðingu. Ávallt var reiknað líkindahlutfall fyrir allar fæðingar rannsóknarhópsins í heild samanborið við Tafla II. Bakgrunnsbreytur fyrir þýði og viðmið skipt upp eftir sjúkdómum. Fjöldi (%). Iktsýki (n=361) Viðmið iktsýki (n=1446) Sóragigt (n=250) Viðmið sóragigtar (n=1004) Hryggikt (n=132) Viðmið hryggiktar (n=532) Óskilgreind liðbólga (n=58) Viðmið óskilgr. liðbólgu (n=232) Öll viðmið (n=3214) Aldur móður 16-20 ára 19 (5,3) 83 (5,7) 20 (8,0) 87 (8,7) 7 (5,3) 30 (5,6) 4 (6,9) 16 (6,9) 216 (6,7) 21-25 ára 72 (19,9) 305 (21,1) 75 (30,0) 286 (28,5) 37 (28,0) 118 (22,2) 18 (31,0) 62 (26,7) 771 (24,0) 26-30 ára 114 (31,6) 513 (35,5) 81 (32,4) 333 (33,2) 39 (29,5) 182 (34,2) 21 (36,2) 81 (34,9) 1109 (34,5) 31-35 ára 107 (29,6) 376 (26,0) 47 (18,8) 228 (22,7) 28 (21,2) 139 (26,1) 8 (13,8) 48 (20,7) 791 (24,6) 36-40 ára 39 (10,8) 150 (10,4) 24 (9,6) 67 (6,7) 17 (12,9) 58 (10,9) 5 (8,6) 21 (9,1) 296 (9,2) 41-47 ára 10 (2,8) 19 (1,3) 3 (1,2) 3 (0,3) 4 (3,0) 5 (0,9) 2 (3,4) 4 (1,7) 31 (1,0) Starf móður Í vinnu/námi 346 (95,8) 1410 (97,5) 233 (93,2) 968 (96,4) 125 (94,7) 500 (94,0) 54 (93,1) 223 (96,1) 3101 (96,5) Frumbyrja/fjölbyrja Frumbyrja 119 (33,0) 478 (33,1) 92 (36,8) 368 (36,7) 49 (37,1) 200 (37,6) 21 (36,2) 84 (36,2) 1130 (35,2) Fjölbyrja 242 (67,0) 968 (66,9) 158 (63,2) 636 (63,3) 83 (62,9) 332 (62,4) 37 (63,8) 148 (63,8) 2084 (64,8) Meðgöngulengd >40 vikur 118 (32,7) 490 (33,9) 71 (28,4) 303 (30,2) 38 (28,8) 180 (33,8) 11 (19,0) 67 (28,9) 1040 (32,4) 37-40 vikur 220 (60,9) 889 (61,5) 172 (68,8) 649 (64,6) 87 (65,9) 330 (62,0) 44 (75,9) 154 (66,4) 2022 (62,9) Fyrirburar (<37 vikur) 23 (6,4) 67 (4,6) 7 (2,8) 52 (5,2) 7 (5,3) 22 (4,1) 3 (5,2) 11 (4,7) 152 (4,7) Fæðingarmáti Sjálfkrafa leggangafæðing 219 (60,7) 904 (62,5) 135 (54,0) 678 (67,5) 80 (60,6) 359 (67,5) 39 (67,2) 164 (70,7) 2105 (65,5) Áhaldafæðing 25 (6,9) 100 (6,9) 17 (6,8) 65 (6,5) 6 (4,5) 47 (8,8) 3 (5,2) 17 (7,3) 229 (7,1) Keisaraskurður 66 (18,3) 212 (14,7) 59 (23,6) 133 (13,2) 31 (23,5) 78 (14,7) 13 (22,4) 37 (15,9) 460 (14,3) Valkeisari* 31 (47,0) 100 (47,2) 23 (39,0) 60 (45,1) 15 (48,4) 28 (35,9) 9 (69,2) 16 (43,2) 204 (44,3) Bráðakeisari* 35 (53,0) 112 (52,8) 36 (61,1) 73 (54,9) 16 (51,6) 49 (62,8) 4 (40,8) 21(56,8) 255 (55,4) Ekki skráð 51 (14,1) 230 (15,9) 39 (15,6) 128 (12,8) 15 (11,4) 48 (9,0) 3 (5,2) 14 (6,0) 420(13,1) Framköllun fæðingar 42 (11,6) 137 (9,5) 39 (15,6) 109 (10,9) 19 (14,4) 62 (11,7) 9 (15,5) 31 (13,4) 339 (10,5) Lág Apgar-einkunn Apgar 5 mín <7 8 (2,2) 32 (2,2) 5 (2,0) 25 (2,5) 4 (3,0) 15 (2,8) 2 (3,4) 5 (2,2) 77 (2,4) Fæðingarþyngd Lág (<2500g) 16 (4,4) 57 (3,9) 3 (1,2) 45 (4,5) 9 (6,8) 26 (4,9) 2 (3,4) 9 (3,9) 137 (4,3) 2500-4000g 276 (76,5) 1037 (71,7) 180 (72,0) 717 (71,4) 90 (68,2) 366 (68,8) 47 (81,0) 167 (72,0) 2287 (71,2) Há (>4000g) 69 (19,1) 352 (24,3) 67 (26,8) 242 (24,1) 33 (25,0) 140 (26,3) 9 (15,6) 56 (24,1) 790 (24,6) * Tölur í sviga vísa til hlutfalls af keisaraskurðum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.