Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 44

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 44
300 LÆKNAblaðið 2019/105 Óskar Sesar Reykdalsson tók nýlega við starfi forstjóra á Heilsugæslu höfuð­ borgarsvæðisins en hann er sérfræðingur í heimilislækningum og stjórnun heilbrigð­ isþjónustu. Óskar er fæddur í heimahúsi á Selfossi 1960 og ólst þar upp. Þegar Óskar er spurður út í unglingsár­ inn og menntun sína kemur fram að sam­ hliða grunnskólagöngunni á Selfossi var hann mikið í íþróttum. „Ég er stúdent 1980 frá MS og lauk svo prófi í læknisfræði 1986. Þá fór ég til Svíþjóðar í heimilislækningar og tók þar sérfræðipróf 1993. Ég fór í stoð­ kerfisfræði og hef kennt samskiptafræði í stoðkerfishlutanum í læknadeild. Ég tók meistarapróf frá Bifröst 2011 í stjórnun heilbrigðisþjónustu og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í þeim málum. Ég er þá með tvær sérgreinar,“ segir Óskar. Byrjaði í ruslinu Óskar hefur víða komið við í atvinnu­ lífinu í gegnum árin. „Já, ég fór eins og aðrir unglingar að vinna á sumrin við það sem bauðst, til dæmis byrjaði ég í ruslinu og vann mig upp þaðan í fisk og svo í vegagerðina og múrverk. Var í löggunni nokkur sumur, fyrst á Akur­ eyri og svo í Kópavogi. Þetta var allt góð reynsla áður en ég fór að vinna innan heilbrigðisgeirans,“ segir Óskar og rifjar upp fyrsta heilbrigðisstarfið. „Fyrst vann ég sem ,,hjúkka“ á elliheimilinu Grund eitt sumar en svo sem læknanemi í af­ leysingastörfum á Akranesi, Hveragerði og í Þorlákshöfn. Eftir námið fór ég á Fáskrúðsfjörð og var þar í eitt og hálft ár áður en ég tók kandídatstímabilið. Eftir að ég varð sérfræðilæknir vann ég í Falun í Svíþjóð en þar var ég við nám. Um tíma vann ég líka á Högbo brug en þar er sérhæfð verkjameðferð stunduð. Ég vann þar í 7 ár.“ Þegar tal okkar færist yfir í fjölskylduhagi Óskars kemur í ljós að heilbrigðiskerfið á hug allra barna hans og tengdabarna, þau vinna öll í þeim geira sem læknar og heilbrigðisstarfsmenn. Ætlaði að verða heimsmeistari En ætlaði Óskar alltaf að verða læknir eða leitaði hugurinn eitthvað annað? „Ég var eins og flestir, lifði fyrir líðandi stund og hugsaði ekki of mikið fram í tímann. Fyrirmyndirnar voru frekar bílstjórar og verktakar en allt kom til greina. Ég ætl­ aði að verða góður íþróttamaður, helst heimsmeistari. En það voru draumar sem ég hafði hvað mest í huga eins og margir aðrir. Reyndar var móðuramma mín að hvetja mig að verða læknir, þannig að það getur nú verið að það hafi haft áhrif, hver veit.“ Allir hafa rétt á að hafa heimilislækni Hið nýja forstjórastarf Óskars leggst vel í hann en hann hefur verið að koma sér inn í starfið á síðustu mánuðum. „Já, þetta er heilmikið starf. Allir eiga rétt á að hafa heimilislækni og það er mikilvægt að halda áfram uppbyggingu heilsugæslunn­ ar til að hún geti staðið undir væntingum Ætlaði að verða góður íþrótta - maður – helst heimsmeistari Óskar hefur mjög gaman af íþróttum, ekki síst körfubolta, en hann æfði í mörg ár með „Kristjánsbræðrum“ á Selfossi körfubolta þrisvar í viku. Óskar er í fremri röðinni, lengst til hægri. Ljósmynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Selfyssingurinn Óskar Reykdalsson er nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins ■ ■ ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.