Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 12

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 12
268 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N hafa áður verið gerðar hérlendis á því hvernig konum með alvar­ lega liðbólgusjúkdóma vegnar á meðgöngu og hvort búast mætti við verri fæðingarútkomu hjá þessum konum miðað við hjá heil­ brigðum konum. Efni og aðferðir Rannsóknin náði til allra kvenna á Íslandi sem fengið hafa með­ ferð með TNFi við iktsýki, sóragigt, hryggikt eða óskilgreindri liðbólgu, á árunum 1999 til 2016, og hafa eignast barn á árunum 1981­2017. Þessar konur voru fundnar með samkeyrslu á kennitöl­ um úr ICEBIO­gagnagrunninum við Fæðingaskrá Embættis land­ læknis. ICEBIO (Icelandic Bioregistry of Biologic Treatment in Rheumato logy) er rafræn sjúkraskrá sem inniheldur kerfisbundna skráningu yfir alla gigtarsjúklinga á líftæknilyfjum á Íslandi. Ítarlegar upplýsingar um sjúkdóm sjúklings eru skráðar af gigtar­ læknum í kerfið þegar ákveðið er að viðkomandi sjúklingur þurfi á líftæknilyfjameðferð að halda, og síðan árlega er meðferðar­ leyfi eru endurnýjuð.11,12 Eftirfarandi breytur fengust úr ICEBIO: kennitala, sjúkdómsgreining (iktsýki, hryggikt, sóragigt eða óskil­ greind liðbólga), mánuður og ár sjúkdómsgreiningar, dagsetning fyrstu meðferðar með TNFi og hvaða TNFi varð fyrir valinu. Í Fæðingaskrá er að finna allar fæðingar kvenna á Íslandi frá og með árinu 1972 en skráin er rafræn frá árinu 1981.13 Sóttar voru eftirfarandi breytur fyrir móður: aldur við fæðingu, hjúskapar­ staða, þjóðerni, starf, búseta, aðrar sjúkdómsgreiningar og hvort móðir var frumbyrja eða fjölbyrja. Breytur sem safnað var úr Fæðingarskrá um barnið voru eftirfarandi: fæðingarmánuður og ár, kyn, þyngd og meðgöngulengd við fæðingu, fæðingarmáti, Apgar­einkunn eftir 5 mínútur, innlögn á vökudeild, sjúkdóms­ greiningar barns ef við átti og hvort barnið dó á fyrstu viku og þá dánardagur. Meðgöngulengd var skráð samkvæmt ómun eða síð­ ustu tíðablæðingum og fyrirburar því ekki fundnir út frá ICD­10 Tafla I. ICD-10 greiningar sjúkdóma sem útilokuðu þátttöku kvenna sem heilbrigð viðmið og yfirlit um meðgöngusjúkdóma og fæðingarmáta sem leiðrétt var fyrir við útreikning á áhættuþáttum. Sjúkdómar sem útiloka þátttöku viðmiða ICD-1 Brátt hjartavöðvadrep og langvinnir blóðþurrðarsjúkdómar I21.0-9 , I25.2 Hjartabilun I11.0 , I13.0 , I13.2 , I42.0-9 , I50. , I51.7 Útlægir æðasjúkdómar I70.0-9 , I73.1-9 , I77.1 Heilaæðasjúkdómar H34.0 , I60.0-9 , G45.0 , G45.1 , G45.2 , G45.8 , G45.9 , R47.0 Vitglöp F00.0 – F03. , G31.0-1 Krónískir lungnasjúkdómar I27.0 , I27.8 , I27.9 , I26.0 , J41.0-J47. Gigtarsjúkdómar M05.01-99 , M08.00-49 , M12.00-09 , M32.0-9 Maga- og skeifugarnarsár/brátt ætisár K25.0-K28.9 Vægir lifrarsjúkdómar K70.2 , K70.3 , K72.1 , K73. , K74. , K76.0 Sykursýki (væg til miðlungs) E10.00-16 , E10.9 , E11.00-16 , E11.9 , E12.10 , E12.11 , E13.00-16 , E13.9 , E14.00-16 , E14.9 Sykursýki með krónískum vandamálum. E10.20-8 , E11.20-81 , E12.20-81 , E13.20-81 , E14.20-81 Helftarlömun eða þverlömun G81.0-G83.9 , S14.70-78 Nýrnasjúkdómar N18. , N19. , Z49. , Z94.0 , Z99.2 Krabbamein, þar með talið eitilfrumukrabbamein og hvítblæði C00.0-C76.8 , C81.0-C96.9 Lifrarsjúkdómar (miðlungs til alvarlegir) I85. , K72. , K75.0 , K75.1 , K76.6 , K76.7 , I98. Meinvörp krabbameins C77.0-C80. , C97. Eyðniveirusjúkdómar B20.-B24. Fyrirverandi háþrýstingur O10.0 Fyrirverandi sykursýki O24.0-1 Meðgöngusjúkdómar sem leiðrétt var fyrir Meðgönguháþrýstingur 013 Meðgöngueitrun O14.0, O14.1, O14.9 Burðarmálskrampi O15.0, O15.1, O15.2 Meðgöngusykursýki O24.4, O24,9 Mæðrahjálp vegna óeðlilegs fósturvaxtar O36.0, O36.1, O36.2, O36.3, O36.4, O36.5, O36.6 Fæðingarmáti sem leiðrétt var fyrir Sjálfkrafa leggangafæðing O80.0, O80.1, O80.8, O80.9 Áhaldafæðing O81.0, O81.1, O81.2, O81.4, O81.5 Keisaraskurður O82.0, O82.1, O82.2

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.