Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 48
304 LÆKNAblaðið 2019/105
Þann 17. maí fæddist norður í Svarfaðardal
maður sem Guðmundur Hannesson læknir
og ritstjóri átti eftir að minnast með þess
um orðum: „Með honum hófst hér íslensk
læknastétt og er oss því skylt að vita nokk
ur deili á þessum föður stéttar vorrar.“
Þessi maður var að sjálfsögðu Bjarni
Páls son sem skipaður var í embætti
landlækn is árið 1760 og gegndi því til
dánar dægurs 1779. Núverandi landlækn
ir, sá 19. í röðinni, Alma D. Möller, efndi
til minn ing ar hátíðar um Bjarna af ærnu
tilefni enda ekki á hverjum degi sem
stofnandi heilbrigðiskerfis heillar þjóðar á
stórafmæli. Alma lagði blómsveig að minn
ismerki um Bjarna við Nesstofu og naut við
það fulltingis forvera síns Ólafs Ólafssonar,
þess 15. í röðinni, formanns Læknafélags
Íslands og sóknarprestsins á Seltjarnarnesi,
Bjarna Þór Bjarnasonar. Svo var haldið til
kirkju þar sem Alma flutti ávarp og Ágúst
Einarsson prófessor emeritus flutti erindi
um Bjarna Pálsson.
Fyrsti menntaði læknirinn
Í ávarpi Ölmu kom meðal annaars fram að
Bjarni Pálsson naut þeirrar gæfu að hljóta
skólagöngu, fyrst á Hólum og síðan í Kaup
mannahöfn. Hann lærði læknislist og nátt
úrufræði ásamt öðru. Ýmislegt varð þó til
að tefja hann frá náminu, svo sem þátttaka
í frægum rannsóknarferðum með Eggerti
Ólafssyni. Hann var því orðinn fertugur
þegar hann lauk námi en þá var hann raun
ar löngu byrjaður að lækna fólk.
Að námi loknu blasti við honum það
verk efni að byggja upp frá grunni heil
300 ár frá fæðingu fyrsta landlæknisins
Bjarna Pálssonar minnst með blómsveig og hátíðarstund á Seltjarnarnesi
■ ■ ■ Þröstur Haraldsson
Landlæknar bera blómsveig úr Nesstofu að minnismerkinu um Bjarna Pálsson, fyrsta forvera þeirra. Myndir í opnunni: Motiv/Jón Svavarsson
Séra Bjarni Þór Bjarnason, Reynir Arngrímsson, Ólafur Ólafsson og Alma D. Möller við minnismerkið um Bjarna
Pálsson.