Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 48

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 48
304 LÆKNAblaðið 2019/105 Þann 17. maí fæddist norður í Svarfaðardal maður sem Guðmundur Hannesson læknir og ritstjóri átti eftir að minnast með þess­ um orðum: „Með honum hófst hér íslensk læknastétt og er oss því skylt að vita nokk­ ur deili á þessum föður stéttar vorrar.“ Þessi maður var að sjálfsögðu Bjarni Páls son sem skipaður var í embætti landlækn is árið 1760 og gegndi því til dánar dægurs 1779. Núverandi landlækn­ ir, sá 19. í röðinni, Alma D. Möller, efndi til minn ing ar hátíðar um Bjarna af ærnu tilefni enda ekki á hverjum degi sem stofnandi heilbrigðiskerfis heillar þjóðar á stórafmæli. Alma lagði blómsveig að minn­ ismerki um Bjarna við Nesstofu og naut við það fulltingis forvera síns Ólafs Ólafssonar, þess 15. í röðinni, formanns Læknafélags Íslands og sóknarprestsins á Seltjarnarnesi, Bjarna Þór Bjarnasonar. Svo var haldið til kirkju þar sem Alma flutti ávarp og Ágúst Einarsson prófessor emeritus flutti erindi um Bjarna Pálsson. Fyrsti menntaði læknirinn Í ávarpi Ölmu kom meðal annaars fram að Bjarni Pálsson naut þeirrar gæfu að hljóta skólagöngu, fyrst á Hólum og síðan í Kaup­ mannahöfn. Hann lærði læknislist og nátt­ úrufræði ásamt öðru. Ýmislegt varð þó til að tefja hann frá náminu, svo sem þátttaka í frægum rannsóknarferðum með Eggerti Ólafssyni. Hann var því orðinn fertugur þegar hann lauk námi en þá var hann raun­ ar löngu byrjaður að lækna fólk. Að námi loknu blasti við honum það verk efni að byggja upp frá grunni heil­ 300 ár frá fæðingu fyrsta landlæknisins Bjarna Pálssonar minnst með blómsveig og hátíðarstund á Seltjarnarnesi ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Landlæknar bera blómsveig úr Nesstofu að minnismerkinu um Bjarna Pálsson, fyrsta forvera þeirra. Myndir í opnunni: Motiv/Jón Svavarsson Séra Bjarni Þór Bjarnason, Reynir Arngrímsson, Ólafur Ólafsson og Alma D. Möller við minnismerkið um Bjarna Pálsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.