Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2019/105 291
Fjölskyldu- og
styrktarsjóður lækna
Læknar sem starfa hjá hinu opinbera eiga rétt á styrk úr sjóðnum en þeir
sem stunda sjálfstæðan rekstur verða að velja sjálfir að sækja um aðild
að FOSL (Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ) á vefsíðu Læknafélagsins.
KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN
www.lis.is
ir og við erum á kafi í viðræðum við
ríkis valdið, höfum verið að vinna í kröfu
gerðinni okkar. Annað stórmál er jafn launa
vottun sem þarf að ljúka fyrir áramót hjá
öllum heilbrigðisstofnunum. Land spít ali
ber að sjálfsögðu höfuð og herðar yfir aðrar
stofnanir og því miður fór stjórn hans inn á
braut sem við erum ekki sátt við. Spítalinn
hyggst taka upp enskt kerfi sem ekki nær til
lækna, þeir hafa hreinlega ekki verið með í
því og tilraunir spítalans til að laga lækna
að því hafa ekki tekist vel. Við höfum þurft
að beita okkur til þess að fá störf lækna rétt
metin, enda er ósanngjarnt að taka upp
jafnlaunavottun sem ekki tekur tillit til eðl
is og inntaks náms lækna sem eru ein mik
ilvægasta stétt heilbrigðiskerfisins.
Þriðja málið sem bíður nýrrar stjórn
ar eru samningsmál sjálfstætt starfandi
lækna. Þau eru í höndum Læknafélags
Reykjavíkur en LÍ þarf að styðja við bakið
á samninganefnd lækna. Við teljum að ein
ástæða þess að íslenska heilbrigðiskerfið er
svo gott sem raun ber vitni sé þetta samspil
milli sjálfstætt starfandi lækna og opinbera
kerfisins. Fjórða málið er svo læknaskortur
inn á landsbyggðinni. Hann hefur borið
á góma í kjaraviðræðunum og við höfum
gert tillögu um að heilbrigðis og fjármála
ráðuneyti ásamt LÍ skipi starfshóp til að
leysa þann mikla vanda sem þar ríkir. Það
er mjög alvarlegt að stór hluti læknisstaða
á landsbyggðinni sé ekki setinn af föst
um heimilislæknum. Verktökulækningar
geta verið ágætar til að leysa tímabundinn
vanda en þær duga ekki til að byggja upp
lífvænlegt fyrirkomulag í heilbrigðismál
um landsbyggðarinnar.
Fundað á Siglufirði í haust
Reynir segir að þessi mál muni bera á góma
á aðalfundi LÍ á Siglufirði í haust þótt von
andi verði samningamál Lí og LR frá þegar
hann verður haldinn. – Á síðasta aðalfundi
var talsvert rætt um stefnu hins opinbera
í heilbrigðismálum, enda lá þá fyrir skjal
frá heilbrigðisráðherra sem umræðugrund
völlur. Það gekk mjög vel en nú finnst mér
röðin komin að því að læknar líti í eigin
barm og skoði hver stefna LÍ í heilbrigðis
málum eigi að vera og hver séu helstu gildi
lækna. Loks þarf að ræða um símenntun
ina. Þetta verða væntanlega stærstu málin,
auk þess að slípa nýja skipulagið aðeins til,
segir Reynir Arngrímsson formaður LÍ.
Stjórnarkjör á aðalfundi
Þann 15. maí rann út frestur til að til
kynna framboð til formanns í Læknafé
lagi Íslands, Sitjandi formaður, Reynir
Arngrímsson, var sá eini sem sendi inn
framboð og var hann því sjálfkjörinn
formaður félagsins til næstu tveggja ára.
Aðrir stjórnarmenn verða tilnefndir af
aðildarfélögum sínum fyrir aðalfund
sem haldinn verður á Siglufirði dagana
26. og 27. september. Ný stjórn tekur svo
við á fyrsta fundi eftir aðalfund.