Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 38
294 LÆKNAblaðið 2019/105
Steinn Jónsson,
lungnalæknir
Þegar litið er frá Tröllakrókum við Jökulsá
í Lóni yfir að norðaustanverðum Vatna
jökli blasir við ein tignarlegasta fjallasýn
á Íslandi. Á jöklinum gnæfir hæsti tindur
á þessum slóðum, Grendill (1522 m), en
Sauðhamarstindur og Suðurtungnatind
ur þar fyrir austan hrikalegir að sjá. Á
fallegum sumardegi 1998 vaknaði áhugi
minn á að kynnast þessu svæði nánar.
Hugmyndin var borin undir félaga í litlum
jöklaferðaklúbbi sem í daglegu tali var
kallaður jöklarannsóknardeild landlækn
is. Leitað var upplýsinga um svæðið og
gluggað í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1993
„Við rætur Vatnajökuls” eftir Hjörleif Gutt
ormsson. Fór þá sú hugmynd að mótast
að ganga á skíðum í Goðahnjúka í skála
Jöklarannsóknarfélagsins og skoða svæðið,
en fara síðan niður af jöklinum í Múla
skála í Lónsöræfum og yfir Kjarrdalsheiði
til byggða. Í ljós kom að þessa leið höfðu
fáir farið.
Að morgni uppstigningardags, 13. maí
1999 ,var allt til reiðu fyrir framan Hótel
Vatnajökul og veðurútlit gott. Ferða
langarnir Ingvar Rögnvaldsson, Sigurður
Guðmundsson, Steinn Jónsson og Þórunn
Guðmundsdóttir lögðu af stað í jeppa
Bjarna Skarphéðins Bjarnasonar hjá Jökla
jeppum á Hornafirði eins langt inn í Hof
fellsdal og komist varð. Þar skildi Bjarni
við okkur en ákveðið var að hittast að fjór
um dögum liðnum við rætur Kjarrdals
heiðar. Á þessum slóðum er allra veðra
von og því mikilvægt að vera vel búinn til
jöklaferða og hafa meðferðis nauðsynleg
öryggistæki, svo sem GPStæki.
Til þess að komast á Lambatungajökul
árið 1999 þurfti að klífa Fossdalshamar
og ganga um skarð sem liggur vestan
Fossdalshnútu inn að jöklinum. Auðvelt
reyndist að komast á jökulinn og gátum
við strax sett á okkur skíðin og hafið
gönguna í átt að Goðahnjúkum í sól
skini, ágætu skyggni og hægum norðan
andvara. Fagurt útsýni er á þessu svæði,
einkum til suðurs út Hoffellsdal en há og
tignarleg fjöll gnæfa á báðar hendur þegar
snúið er til norðurs. Á leiðinni eru Lamba
tungnatindur á hægri hönd og Goðaborg á
vinstri hönd hæst fjalla. Þegar nær dregur
Goðahnjúkum er sérlega tilkomumikil röð
tinda í jöklinum á hægri hönd sem minna
á Grendil en hann sést þó ekki fyllilega
fyrr en komið er á áfangastað.
Um kl. 20 þetta kvöld var léttskýjað
og gott útsýni frá Goðahnjúkum, eink
um til vesturs og norðurs og gátum við
notið þess um stundarsakir. Skálinn var
hálfur á kafi í freðinni fönn og þurftum
við að grafa frá hurðinni til að komast
inn. Einni klukkustund seinna var komin
dimm þoka og ekki meira en 2030 metra
skyggni. Þar sem fólk var þreytt eftir
daginn var ekki um annað að ræða en að
koma sér fyrir í skálanum og hvílast til
næsta dags. Nú tók við eldamennska og
frásagnir og umræður um afrek dagsins
sem eiga vel við í fjallakofa í góðra vina
hópi.
Næsta morgun var ennþá dimm þoka
og hvesst hafði af austri með hríðar
muggu. Þar sem ekki var útlit fyrir að
Á gönguskíðum í Goðahnjúka
Í tilefni af 20 ára afmæli jöklarannsóknardeildar landlæknis
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 23
var skyggni þá sæmilegt.
Hópurinn áði á jöklinum í ca 1.050
metra hæð í kvosinni austanverðri og
þar náðum við NMT-sambandi við
Bjarna Skarphéðin og létum vita af
ferðum okkar. Því næst var farið fram
á brúnina við Axarfellsjökul þar sem
hann skríður fram úr kvosinni. Kom
þá í ljós að sú leið er með öllu ófær
niður. Var því nauðsynlegt að finna
Norðurlambatungur og ármót Lam-
batungnaár og Jökulsár til þess að
komast á áfangastað.
Þar sem við vorum komin niður í ca
800 metra hæð urðum við að fikra
okkur uppávið í þessu landslagi þar
sem skiptast á skaflar og móbergs-
hjallar. Var þetta bæði tafsamt og erf-
itt á móti austanhríðinni. Ferðin sótt-
ist hægt og um kl. 11 að kvöldi voru
allir orðnir nokkuð þreyttir þegar við
heyrðum allt í einu árnið. Drógum við
þá ályktun að þetta hlyti að vera Jök-
ulsá í Lóni og að ármótin væru
skammt undan. Var því ákveðið að
fara niður mikinn skafl sem þarna var
fyrir framan okkur. Gekk það greið-
lega, en þegar niður kom áttuðum við
okkur á því að við vorum innarlega í
gljúfri Lambatungnaár um 3 km frá
ármótunum. Gljúfrið reyndist auk
þess ófært með öllu.
Nú var klukkan hálfeitt um nótt,
veður að vísu þokkalegt og tunglskin
en ferðalangar orðnir þreyttir. Eftir
nokkra umræðu var ákveðið að halda
ferðinni áfram og koma okkur í skál-
ann. Þurftum við nú að hækka okkur
um 500–600 metra upp á háhrygg
Norðurlambatungna áður en við gát-
um tekið stefnuna aftur á ármótin.
Sóttist ferðin nú ágætlega undan hall-
anum. Þessi næturganga í tunglskin-
inu verður okkur vafalaust ógleym-
anleg.
Kærkomin hvíld
Við komum að Lambatungnaá rétt
ofan við ármótin um klukkan hálffjög-
ur um nóttina og óðum hana án telj-
andi vandræða en þá er stutt eftir í
skálann þar sem okkar beið kærkom-
in hvíld og vistir sem félagar úr
Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga
höfðu flutt fyrir okkur um veturinn.
Allt erfiðið var þess virði þegar búið
var að elda matinn og hópurinn naut
hvíldar í þessum ágæta skála.
Við dvöldum þarna um daginn og
hvíldum okkur en héldum að morgni
næsta dags fram með Jökulsá upp
Illakamb á Kjarrdalsheiði eins og
áætun gerði ráð fyrir. Fyrirfram var
búist við því að við gætum þrætt veg-
inn en þegar við komum upp í 500
metra hæð hvarf hann að mestu í
snjóskafla. Nú var komið suðvestan-
rok og rigning og lítið skyggni. Brátt
fór okkur að gruna að við værum ekki
á réttri leið. Var þá sest niður og tekið
upp kort til að finna GPS-punkta sem
myndu skila okkur á áfangastað.
Þetta gekk eftir og reyndist auðvelt
að þræða þessa punkta yfir heiðina en
þar beið okkar Bjarni Skarphéðinn og
ferjaði okkur til byggða. Gangan yfir
Kjarrdalsheiði tók um 6 tíma og var
erfið og engin skemmtun í slæmu
skyggni.
Næsta ár á eftir fór jöklaklúbbur-
inn aðra ferð á þessar slóðir í miðjum
maímánuði og voru nú í för með okkur
Brynjólfur Mogensen og Björn Mar-
teinsson. Að þessu sinni var heiðskírt
og glampandi sólskin í Goðahnjúkum
og gafst okkur þá tækifæri til að
skoða okkur um þar, ganga á Grendil
og næsthæsta tindinn sem liggur suð-
vestan við Grendil sem nefndur er
Deilir á kortum en við kusum að
nefna Hnátu vegna lögunar sinnar.
Við slíkar aðstæður er óviðjafnanleg
náttúrufegurð og útsýni sem blasir
við til allra átta og ferð á Goðahnjúka
því vel áhættunnar virði.
Að þessu sinni var okkur ljóst frá
byrjun hver besta leiðin væri frá
Goðahnjúkum í Múlaskála. Þegar
komið er niður í kvosina við Grendil
er mikilvægt að halda hæð og ganga
út hlíðina til hægri áleiðis að Norð-
urlambatungum í u.þ.b. 1.100 metra
hæð. Með því móti er komið beint á
hábungu Norðurlambatungna og því
greið leið niður að ármótunum.
Höfundur hefur í fórum sínum
nokkra GPS-punkta á þessari leið fyr-
ir áhugasama.
Höfundur er læknir.Mokað frá skáladyrunum. Til hægri sjást Austfjarðafjöll í fjarska.
Jöklarannsóknardeild land-
læknis við upphaf ferðar-
innar. Frá vinstri: Ingvar
J. Rögnvaldsson, Þórunn
Guðmundsdóttir, Steinn
Jónsson og Sigurður Guð-
mundsson, þá landlæknir.
Mokað frá dyrum skála Jöklarannsóknarfélags Íslands í Goðahnjúkum (1462 metrar yfir sjávarmáli).