Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2019/105 265
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
má í sjávarfangi sem erfitt er að fá annars staðar úr fæðunni, svo
sem joð, Dvítamín og langar omega3 fitusýrur (tvö síðastnefnd
aðallega frá feitum fiski). En þá verður framleiðslan að vera sjálf
bær.
Í dag horfum við fram á að breytinga er þörf og það strax ef tak
ast á að fæða 10 milljarða manna. Stór þáttur í þeirri breytingu er
að minnka neyslu á rauðu kjöti og auka neyslu á fæðu úr jurtarík
inu.Samkvæmtsíðustumataræðiskönnunfrá2010/11sástaðtíðni
kjötneyslu jókst frá árinu 2002. Einnig hefur EL fylgst með matar
æði landsmanna gegnum fæðuframboðstölur sem gefa ákveðna
vísbendingu sem taka þarf þó með fyrirvara þar sem fjöldi ferða
manna og rýrnun getur haft talsverð áhrif. Síðstu fæðuframboðs
tölur frá árinu 2014 sýna að hver landsmaður neytti að meðaltali 93
g af rauðu kjöti daglega sem er rétt um ráðlagður skammtur heillar
viku samkvæmt viðmiðum úr EATgreininni.
Rannsókn um Heilsu og líðan Íslendinga (1879 ára) á vegum EL
frá 2017 sýnir að það vantar mikið uppá að farið sé eftir ráðlegging
um um mataræði með tilliti til neyslu ávaxta og grænmetis. Mögu
lega eru sóknarfæri núna þar sem sífellt fleiri eru orðnir meðvit
aðir um það hvaða umhverfisáhrif matvælaframleiðsla hefur og
vilja breyta mataræði sínu til að leggja sitt af mörkum til að draga
úr þeim áhrifum. Ennfremur mætti endurskoða ráðleggingar um
mataræði á vegum EL og taka tillit til sjálfbærni og umhverfis
áhrifa eins og vísindamenn EAThópsins leggja til.
Flexitarian mataræði getur verið viðmið til að stefna að fyrir þá
sem vilja breyta neysluvenjum til bættrar heilsu og minnka ágang
á gæði jarðar.
Heimildir
1. Willett W, Rockstrom J, Loken B, Springmann M, Lang T, Vermeulen S, et al. Food in the
Anthropocene: the EATLancet Commission on healthy diets from sustainable food systems.
Lancet. 2019;393(10170):44792.
2. Global Panel on Agriculture and Food Systems for Nutrition. Food systems and diets: Facing
the challenges of the 21st century. London, UK. 2016.
3. Aspelund T, Gudnason V, Magnusdottir BT, Andersen K, Sigurdsson G, Thorsson B, et al.
Analysing the large decline in coronary heart disease mortality in the Icelandic population
aged 2574 between the years 1981 and 2006. PloS one. 2010;5(11):e13957.
4. Springmann M, Wiebe K, MasonD‘Croz D, Sulser TB, Rayner M, Scarborough P. Health
and nutritional aspects of sustainable diet strategies and their association with environ
mental impacts: a global modelling analysis with countrylevel detail. Lancet Planet Health.
2018;2(10):e451e61.
Lynghálsi 13 . 110 Reykjavík . Sími 540 8000 . www.icepharma.is