Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2019/105 301
um öflugt gæðastýrt starf, opið aðgengi
byggt á góðri heilbrigðisþjónustu og
að réttur sjúklingur sé að réttum stað.
Heilsugæslan verði fyrsti viðkomustaður
sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu eins og
hún er víðast hvar á landsbyggðinni. Öldr
un þjóðar er mikil áskorun og þar erum
við á heilsugæslunni algerir lykilaðilar
til að vel takist til. Þá er mikilvægt að
tryggja öflugt samstarf við sveitarfélög,
sérgreinalækna, spítalann og einkareknar
heilsugæslustöðvar svo dæmi sé tekið,“
segir Óskar.
700 starfsmenn á 20 stöðum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er
með um 700 starfsmenn í vinnu og er
með rekstrareiningar á um 20 stöðum á
höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 15
heilsugæslustöðvar, göngudeild sóttvarna,
geðteymi og Þroska og hegðunarstöð.
(Fjórar heilsugæslustöðvar á höfuð
borgarsvæðinu eru einkareknar og eru þá
samtals 19 stöðvar). Þá er núna rekin Þró
unarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu sem
er mikilvæg eining í því að þróa starfið og
umbreyta eftir því sem best verður gert.
300 viðtöl á hverjum degi
Þegar Óskar er spurður út í þjónustu
stig Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og helstu tölur í því sambandi kemur
fram að bráðaþjónustan er mjög góð á
heilsugæslunni. Ástæðan er sú að á hverj
um tíma eru um 40 starfsmenn, bæði
læknar og hjúkrunarfræðingar, sem taka
á móti fólki sem ekki getur beðið eftir
hefðbundnum pöntuðum tíma. Þetta
eru bráð og hálfbráð mál. Heilsugæslan
sinnir meira en 60% allra viðtalsbeiðna
innan tveggja sólarhringa. Þar að auki eru
um 300 viðtöl daglega á síðdegisvöktum
heilsugæslustöðva. Það eru því um 1000
höfuðborgarbúar sem daglega fá þjónustu
heilsugæslunnar án þess að eiga pantaðan
tíma. Sumir mæta á dagvinnu heilsugæsl
unnar, aðrir á síðdegisvöktum og enn
aðrir á Læknavaktinni í Austurveri en
það er vaktþjónusta heilsugæslunnar eftir
lokun.
Með græna fingur
Að endingu er Óskar beðinn um að segja
frá helstu áhugamálum sínum en þau
eru fjölmörg. „Já, ég er nú svo heppinn
að hafa mörg áhugamál. Sum hver sem
tengjast vinnunni og sum allt öðru. Ég hef
gaman af því að ferðast og nýt þá mest að
vera innan um fjölskylduna, með börn
unum mínum og barnabörnum. Ég hef
mjög gaman af því að vinna í garðinum,
hann er stór og skemmtilegur. Þar er ég
alltaf eitthvað að smíða og vinna. Ég hef
afskaplega gaman af að vera úti í nátt
úrunni að ganga, skoða og njóta. Ég hef
gaman af að taka myndir af náttúrunni
og landinu og vinna með þær. Svo fer ég í
ræktina og hoppa þar eitthvað, sit stund
um lengi í heita pottinum og læt hugann
reika. Þá er notalegt að lesa góðar bækur,
leysa sudoku, spjalla við vini og kunn
ingja og fara í bíó, svo eitthvað sé nefnt.“
Sumarið leggst mjög vel í Óskar og
hans fjölskyldu, þau ætla að reyna að nýta
tímann vel með barnabörnunum, fara með
þau á reiðnámskeið og vera dugleg að nota
sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í ágúst verður svo farið með stórfjöl
skylduna í vikuferð til Danmerkur. Þetta
verða lokaorð Óskars: „Ég hef mikla trú á
heilbrigðismálum hér á Íslandi og er sann
færður um að við berum gæfu til að gera
þjónustuna en betri en verið hefur og með
hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi“.
Óskar Sesar Reykdalsson sem tók við stöðu
forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 1.
janúar 2019, skipaður af heilbrigðisráðherra.
Óskar er fæddur og uppalinn á Selfossi. Mynd/
LSH/Þorkell