Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 40
296 LÆKNAblaðið 2019/105
gruna að við værum ekki á réttri leið. Var
þá sest niður í skjóli undir stórum steini
og tekið upp kort til að finna GPSpunkta
sem myndu skila okkur á áfangastað. Þetta
gekk eftir þó kortið væri bæði blautt og
tætt og reyndist auðvelt að þræða punkt
ana yfir heiðina.
Á miðri Kjarrdalsheiði dró svo frekar
til tíðinda. Við vorum öll orðin svolítið
mædd, enda veður válynd, en vindur þó
að mestu á hlið. Einn okkar varð þó sýnu
mæddastur, og eftir nokkra hríð kvað
hann upp úr með það að hann væri kom
inn með gáttatif, 150 slög á mínútu, vílaði
ekki fyrir sér að stilla slíka greiningu á
þessum stað, enda langreyndur og sleipur
í faginu. Hann hafi fengið gáttatif áður,
var með sotalol í pokanum og bruddi það
sem ákafast. Hægði þá á hjartslætti, en
hrökk þó ekki í takt. Eftir nokkuð basl
komumst við í bíl Bjarna, og sá með gátta
tifið hinn hressasti. Hinn læknirinn varð
samt náttúrulega áhyggjufullur og krafðist
þess að komið væri við á Höfn í Hornafirði
og tekið hjartalínurit. Hefði getað vitnað
til Guðbergs Bergssonar sem sagði löngu
síðar að „læknar væru kurteisir, þeir taka
hjartalínurit“. Greining var staðfest, ekki
meira gert, enda höfðu allar alvöru lækn
ingar farið fram uppi á Kjarrdalsheiði.
Um miðjan maí árið eftir fór jökla
klúbburinn aðra ferð á sömu slóðir og
voru nú í för með okkur Brynjólfur Mog
ensen og Björn Marteinsson. Að þessu
sinni var heiðskírt og glampandi sólskin
í Goðahnjúkum og gafst okkur þá tæki
færi til að skoða okkur um þar, ganga á
Grendil og næstahæsta tindinn sem liggur
suðvestan við Grendil og er nefndur Deil
ir á kortum en við kusum að nefna Hnátu
vegna lögunar sinnar. Við slíkar aðstæður
er óviðjafnanleg náttúrufegurð og útsýni
sem blasir við til allra átta og ferð á Goða
hnjúka því vel áhættunnar virði.
Á Lambatungnajökli að nálgast Goðahnjúka á fyrsta degi. Tindurinn í baksýn líkist Grendli en var nefndur Hnáta í ferðinni.
Læknagolfið í ár
Sumarið 2019 verða fjögur golfmót á vegum Læknagolfsins
og auk þess verður einvígi við tannlækna á Nesinu.
Eftir síðasta mótið í Garðabænum 30. ágúst verður útnefndur „punktameistari” golfsum-
arsins. Þann heiður (farandbikar) hlýtur sá keppandi sem flesta punkta fær samtals út
úr mótum sumarsins. Þrjú bestu mótin telja. Við munum eins og undanfarin sumur reyna
að ræsa út á fleiri en einum teig í einu. Það tekst ekki alltaf því vellirnir eru mikið bókaðir.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að vera við verðlaunaafhendingu og taka þátt í mótunum
til enda. Í sumum tilfellum mun það þýða nokkra bið fyrir þá sem koma fyrstir í hús. Hvetj-
um alla til að skrá sig sem fyrst þegar skráning í mótin opnar á golf.is. Það auðveldar alla
framkvæmd. Gert er ráð fyrir um 40 rástímum í hverju móti. Fyrsta mótið er að baki, það
var haldið 31. maí.
18. júní
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (Kjölur). Punktakeppni með og án forgjafar.
Rástímar frá kl. 13:00. Bókun á golf.is undir mótaskrá.
21. júlí
Brautarholtsvöllur, Kjalarnesi. Punktakeppni með og án forgjafar.
Rástímar frá kl. 13:00. Bókun á golf.is undir mótaskrá. Styrktaraðili: Fastus
30. ágúst
Leirdalur, Garðabæ (GKG). Punktakeppni með og án forgjafar. Rástímar frá kl. 13:30.
Bókun á golf.is undir mótaskrá. Styrktaraðili: Lyfja
15. september
Nesvöllur, Seltjarnarnesi - einvígi við tannlækna. Holukeppni með forgjöf.
Ræst út á öllum teigum kl. 09:00.