Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2019/105 267
R A N N S Ó K N
Inngangur
Iktsýki, sóragigt og hryggikt teljast til liðbólgusjúkdóma og leggj
ast gjarnan á konur á barneignaraldri. Þetta eru ónæmismiðlaðir
sjúkdómar sem einkennast af langvarandi bólgu í liðum og í ikt
sýki er einnig sjálfsmótefnamyndun til staðar. Margt er enn óljóst
varðandi tilurð þessara sjúkdóma, en nú er talið að bólgumiðlun
TNF-αeigistóranþáttímeingerðþeirra.Líftæknilyfsembyggja
áblokkun/hemlunTNF-αboðefnisinshafa reynstvel ímörgum
bólgusjúkdómum. TNF-α hemlar (TNFi) voru fyrst notaðir á Ís
landi árið 1999 og eru nú fjórir mismunandi TNFi markaðsettir á
Íslandi sem meðferð við alvarlegum liðbólgusjúkdómum. Þessir
TNFi eru infliximab, etanercept, adalimumab og golimumab. Auk
þeirra hafa komið á markað líftæknilyfjahliðstæður á síðustu
misserum. Algengi sóragigtar og hryggiktar hérlendis er áþekk,
eða 0,14% og 0,13%, en sóragigt er tvöfalt algengari meðal kvenna
en karla á meðan kynjahlutfallið er öfugt í hryggikt.1,2 Ekki er til
íslensk rannsókn á algengi iktsýki en talið er að algengið hérlendis
sé svipað og hjá nágrannaþjóðum, eða um 0,7%, og er iktsýki talin
þrisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla.3
Langvinnir sjúkdómar, eins og fyrrnefndir liðbólgusjúkdóm
ar, geta haft áhrif á hvernig konum vegnar á meðgöngu og eins
haft bein áhrif á meðgöngulengd og fósturþroska.4,5 Þá eru ótalin
hugsanleg áhrif lyfjameðferðar við þessum sjúkdómum.6 Vitað
er að ónæmisbæling verður að eiga sér stað í líkama móður svo
húnhafniekkifóstrinusemframandivef.TaliðeraðTNF-αhafi
Fæðingarsaga kvenna með
alvarlega liðbólgusjúkdóma
Niðurstöður frá ICEBIO og Fæðingaskrá
Á G R I P
Inngangur
Mikilvægt er að leita frekari þekkingar á meðgöngu og fæðingu hjá
konum með liðbólgusjúkdóma. Staðan hérlendis er óþekkt og höfum
við því samkeyrt ICEBIO og Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að
kanna hugsanleg áhrif alvarlegra liðbólgusjúkdóma á meðgöngur og
fæðingar íslenskra kvenna.
Efniviður og aðferðir
Skoðuð voru gagnlíkindahlutföll fyrir áhættu fyrirburafæðingar,
keisaraskurðar, lágrar Apgar-einkunnar nýbura við 5 mínútur og lágrar
fæðingarþyngdar, fyrir hvern sjúkdómshóp (iktsýki, sóragigt, hryggikt
og óskilgreinda liðbólgu) miðað við viðmiðunarhópa. Meðgöngur
og fæðingar eftir upphaf TNFα-hemlameðferðar (TNFi) voru bornar
saman við fæðingar fyrir TNFi-meðferð og viðmiðunarhóp, með tilliti til
sömu þátta.
Niðurstöður
Í lok árs 2016 voru 723 konur sem hafa fengið meðferð með TNFi
skráðar í ICEBIO. Af þeim höfðu 412 fætt samtals 801 barn. Þar af
fæddust 597 börn fyrir sjúkdómsgreiningu móður og 53 börn eftir að
meðferð með TNFi hófst. Hlutfallsleg hætta á keisaraskurði meðal
þessara kvenna var 1,47 (95% ÖB: 1,19-1,82; p<0,001), hæst meðal
kvenna með sóragigt, eða 2,06 (1,41-3,02; p<0,001). Ekki mældist
aukin hætta á fyrirburafæðingu eða lágri Apgar-einkunn. Hætta á lágri
fæðingarþyngd var minni meðal kvenna með liðbólgusjúkdóma, eða
0,37 (0,36-0,37; p<0,05). Ekki fengust marktækar samanburðarniður-
stöður fyrir fæðingar eftir að TNFi-meðferð hófst vegna fárra fæðinga
(n=53).
Ályktun
Íslenskar konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma eru líklegri til að fæða
með keisaraskurði en heilbrigður viðmiðunarhópur. Nýburum þeirra
vegnar jafn vel og nýburum annarra kvenna. Ekki liggja fyrir næg gögn
um fæðingar eftir upphaf TNFi-meðferðar til þess að hægt sé að álykta
um áhrif TNFi á meðgöngur og fæðingar íslenskra kvenna með alvar-
lega liðbólgusjúkdóma.
Signý Rut Kristjánsdóttir1
Þóra Steingrímsdóttir1,2
Gerður Gröndal3,4
Ragnheiður I. Bjarnadóttir2,5
Kristjana Einarsdóttir6
Björn Guðbjörnsson1,4 fyrir hönd ICEBIO*
Signý er læknanemi, Kristjana faraldsfræðingur, aðrir höfundar eru læknar.
1Læknadeild Háskóli Íslands, 2kvennadeild, 3gigtardeild, 4Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum,
Landspítala, 5Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 6Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla
Íslands.
*ICEBIO-hópurinn: Arnór Víkingsson, Árni Jón Geirsson, Björn Guðbjörnsson, Björn Rúnar
Lúðvíksson, Gerður Gröndal, Guðrún Björk Reynisdóttir, Gunnar Tómasson, Helgi Jónsson,
Kristján Erlendsson, Kristján Steinsson, Ragnar Freyr Ingvarsson, Sigríður Valtýsdóttir,
Þorvarður Jón Löve og Þórunn Jónsdóttir.
Fyrirspurnum svarar Björn Guðbjörnsson, bjorngu@landspitali.is
https://doi.org/10.17992/lbl.2019.06.235
ákveðna þýðingu á meðgöngu og er það bæði tjáð og framleitt í
legslímhúð,fylgjuogfóstrinusjálfu.BælingáTNF-αhefurverið
talinnauðsynlegáeðlilegrimeðgönguenþóerþörfáTNF-αfyrir
fyrstu atburði þungunar, það er hreiðrun og þróun fylgjunnar. Því
er um að ræða einstaklega viðkvæmt jafnvægi.7,8
Margar konur með iktsýki finna fyrir minni sjúkdómsvirkni
á meðgöngu, en sjúkdómsvirknin eykst oftast í kjölfar fæðingar
og sérstaklega meðan á brjóstagjöf stendur.9 Niðurstöður margra
rannsókna hafa sýnt aukna hættu á fyrirburafæðingu, fósturmissi
og lágri fæðingarþyngd hjá konum með iktsýki sem fengið hafa
TNFi meðferð, en svo virðist sem helsti áhættuþátturinn sé mikil
sjúkdómsvirkni en ekki sjálf lyfjameðferðin.10 Engar rannsóknir