Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2019/105 281
Y F I R L I T S G R E I N
Samantekt
Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum undanfarin 20
ár, sem hefur endurspeglast í skjólstæðingahópi Janusar endur
hæfingar. Skjólstæðingar eru orðnir yngri og með fjölþættari og
þyngri geðræn vandamál en áður. Mikilvægt er að koma auga á
hvernig hægt er að aðstoða einstaklingana eins fljótt og hægt er
og hjálpa þeim út á vinnumarkaðinn eða í nám. Starfsemi Janusar
endurhæfingar hefur lagt sig fram um að laga sig að þörfum skjól
stæðingahóps síns, meðal annars með því að nýta sér nýjungar
innan ýmissa fræðasviða, til dæmis verkfræði og tölvunarfræði.
Hluti af þeim nýjungum hefur verið að þróa Völvuna og er nú
stefnt að því að innleiða hana að fullu í alla daglega þjónustu starf
seminnar. Mikilvægt er að halda til haga að allar ákvarðanir eru
teknar af sérfræðingum og/eða þverfaglegu teymi sérfræðinga
sem þeir hafa á bak við sig. Völvuna á því eingöngu að nýta sem
leiðbeinandi stuðningsverkfæri. Mikilvægt er að sérfræðingar
skoði niðurstöður Völvunnar í ljósi sérfræðiþekkingar sinnar og
taki þær ekki bókstaflega eða oftúlki. Sé það gert gæti það haft
óæskileg áhrif á meðferð þar sem Völvan er aðeins þróuð til að
vera hlutlaus stuðningur fyrir sérfræðinga. Þekking og reynsla
þeirra þarf ávallt að liggja til grundvallar.
Höfundar telja að Völvan geti orðið ómetanlegt stuðningsverk
færi í endurhæfingu enda auðvelt að aðlaga og bæta við ólíkum
þáttum ásamt því að koma auga á hvort og hvar skjólstæðingur
inn gæti þurft aðstoð. Niðurstöður rannsókna á Völvunni gefa til
kynna:
• Nákvæmni og hittni Völvunnar eru framúrskarandi.
• Völvan veitir hlutlausa yfirsýn og gæti sparað sérfræðingum
tíma með því að benda á hvar og hvenær skjólstæðingar gætu
þurft aðhald og aðstoð.
Telja má líklegt að gervigreind verði í framtíðinni mikilvægur
þáttur í heilbrigðisþjónustu, meðal annars með verkfærum eins
og Völvunni sem geta aðlagað sig sjálfkrafa að flókinni þjónustu.
Þakkir
Höfundar þakka sérstaklega Lenu Rut Olsen iðjuþjálfa fyrir mikil
vægt framlag við útfærslu á notkun Völvunnar í starfi.
Mynd 4. Pólargraf af lífsgæðaspá Heilsutengdra lífsgæða. Núverandi mæling (appel-
sínugul lína), síðusta mæling (blá lína) og spá fyrir niðurstöðu næstu mælingar (græn
lína).
Mynd 3. Dreifing tímalengdar starfsendurhæfingar.