Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 16
272 LÆKNAblaðið 2019/105
R A N N S Ó K N
um með iktsýki (tafla II). Af mæðrum með iktsýki voru 29,6%
á aldrinum 3135 ára en 19,9% á aldrinum 2125 ára. Yfir 93%
kvennanna voru í vinnu eða námi, í öllum sjúkdómahópum sem
og í viðmiðunarhópnum. Hæsta hlutfallið í flokknum öryrki/
lífeyrisþegi/atvinnulausvarmeðal kvennameðóskilgreinda lið
bólgu (6,1%). Yfir 98% af konunum með alvarlega liðbólgusjúk
dóma voru íslenskar en 35% af viðmiðunum voru af erlendum
uppruna. Þá bjó meirihluti kvennanna með alvarlega liðbólgu á
höfuðborgarsvæðinu (6372%) en hlutfall viðmiða sem bjó á lands
byggðinni var heldur hærra en rannsóknarhópsins (4145%). Um
5565% kvennanna í rannsóknarþýðinu voru giftar eða í staðfestri
sambúð en það hlutfall var 5062% í viðmiðunarhópnum.
Flestar fæðingar í rannsóknarhópnum urðu áður en sjúkdóms
greining móður var staðfest (n=597) en fáar eftir að meðferð með
TNFi hófst (n=53). Ekki fundust upplýsingar um greiningarár 22
mæðra sem fæddu 44 börn. Á mynd 1 sést hlutfallsleg dreifing
fæðinganna á hverju tímabili í sjúkdómssögu mæðranna, það er
fyrir sjúkdómsgreiningu, eftir greiningu en fyrir upphaf með
ferðar með TNFi og eftir upphaf TNFimeðferðar. Hæsta hlutfall
fæðinga fyrir sjúkdómsgreiningu var hjá konum með sóragigt
(78,8%) og jafnframt voru þær með lægsta hlutfall fæðinga eftir
að meðferð með TNFi hófst (5,2%). Hæsta tíðni eftir TNFilyfjagjöf
var meðal kvenna með hryggikt (8,3%) og hjá konunum með óskil
greindan liðbólgusjúkdóm (12,1%).
Algengasti TNFi sem konurnar byrjuðu á reyndist vera inflix
imab eða líftæknilyfjahliðstæður þess (n=249), en næstalgengastur
var etanercept (n=103) síðan adalimunab (n=83) og loks golimumab
(n=42).
Meðgöngulengd og fyrirburafæðingar
Af öllum meðgöngum rannsóknarhópsins voru 761 (95,0%) sem
náðu fullri meðgöngu og 238 (29,7%) sem gengu fram yfir 40 vik
ur. Hæst var hlutfall meðgangna lengri en 40 vikur meðal kvenna
með iktsýki (32,7%) en lægsta hlutfallið meðal kvenna með óskil
greinda liðbólgu (19,0%). Fæðing var framkölluð í 109 (13,6%)
tilfellum í rannsóknarhópnum og var hæsta hlutfallið meðal
kvenna með sóragigt (15,6%). Af framkölluðum fæðingum voru 18
fyrirburafæðingar.
Í heildina voru 40 nýburar sem fæddust fyrir 37 meðgönguvikur
og töldust því fyrirburar. Af þeim voru mæður 23 barna með
iktsýki, 7 með sóragigt, 7 með hryggikt og þrjár með óskilgreinda
liðbólgu. Hlutfall fyrirburafæðinga var því 5,0% og var hlutfall
ið hæst meðal kvenna með iktsýki (6,4%) en lægst meðal kvenna
með sóragigt (2,8%) (tafla II). Engin marktæk áhættuaukning var
á fyrirburafæðingu meðal kvenna með alvarlega liðbólgusjúk
dóma borið saman við viðmiðunarhópinn, hvorki þegar horft var
á fæðingarnar sem einn hóp eða skipt upp eftir sjúkdómum móður
(tafla III).
Keisaraskurðir
Af því 801 barni sem rannsóknin náði til fæddust 169 með keisara
skurði, sem er 21,1%. Þar af voru 78 valkeisaraskurðir (O82.0) og
91 bráðakeisaraskurður (O82.1). Meðal valkeisaranna voru 36
(46,2%) með sögu um fyrri keisara en 19 (24,4%) voru hjá frumbyrj
um. Hins vegar höfðu 23 (25,3%) bráðakeisaranna sögu um fyrri
keisara og 48 (52,7%) voru hjá frumbyrjum. Þá urðu 25 (14,8%)
bráðakeisaraskurðir eftir framköllun fæðingar. Innan hvers sjúk
dómshóps voru flestir keisaraskurðir gerðir hjá konum með sóra
gigt og hryggikt (23,6% og 23,5%) en fæstir hjá konum með iktsýki
(18,3%) (tafla II). Hlutfall keisaraskurða var hæst eftir að meðferð
með TNFilyfjum hófst en lægst fyrir sjúkdómsgreiningu móður
(tafla IV). Eins var hlutfall valkeisaraskurða hæst eftir að meðferð
með TNFilyfjum hófst en lægst fyrir sjúkdómsgreiningu móður.
Þegar allar fæðingarnar í þýðinu voru bornar saman við viðmið
var 47% aukin áhætta á keisaraskurði meðal kvennanna með lið
bólgusjúkdóma (95% ÖB: 1,191,82; p<0,001). Ef fæðingarnar voru
skoðaðar út frá hverjum sjúkdómshópi voru fæðingar kvenna með
sóragigt eini hópurinn með marktækt meiri áhættu (2,06; 95% ÖB:
1,413,02; p<0,001) á keisaraskurði (tafla III).
Apgar-einkunn
Alls höfðu 19 börn af því 801 sem fæddist lága Apgareinkunn
(<7) við 5 mínútur og var hæsta hlutfallið meðal kvenna með
óskilgreinda liðbólgu (3,4%). Þrjú (15,8%) börn fengu lága Apgar
einkunn við 5 mínútur eftir framköllun fæðingar. Ekki reyndist
vera marktæk áhættuaukning á lágri Apgareinkunn við 5
mínútur meðal nýbura kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma
Tafla VI. Gagnlíkindahlutföll fyrir áhættu á fyrirburafæðingu, keisaraskurði, lágri Apgar-inkunn og lágri fæðingarþyngd meðal nýbura kvenna sem voru útsettar fyrir
TNFi-lyfjum fyrir fæðingu í samanburði við fæðingar þeirra sem voru óútsettar fyrir TNFi og viðmiðunarhóp.
Fyrirburafæðing Keisaraskurður Lág Apgar-einkunn Lág fæðingarþyngd
Gagnlíkindahlutfall (95%
öryggisbil)
Gagnlíkindahlutfall (95%
öryggisbil)
Gagnlíkindahlutfall (95%
öryggisbil)
Gagnlíkindahlutfall (95%
öryggisbil)
Samanborið við gigtfæðingar
Viðmið 1 1 1 1
Óleiðrétt 2,68 (1,07-6,70) 2,23 (1,24-4,02) 2,75 (0,77-9,74) 3,85 (1,50-9,88)
Leiðrétt 1,43 (0,50-4,08) 1,19 (0,61-2,34) 2,21 (0,48-10,22) 2,67 (0,52-9,89)
Samanborið við TNFi viðmið
Viðmið 1 1 1 1
Óleiðrétt 1,94 (0,69-5,43) 2,45 (1,26-4,78) 2,27 (0,52-9,81) 2,35 (0,81-6,79)
Leiðrétt 4,07 (1,03-16,18) 1,85 (0,76-4,52) 1,52 (0,24-9,38) 3,20 (0,04-275,56)