Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 16

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 16
272 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N um með iktsýki (tafla II). Af mæðrum með iktsýki voru 29,6% á aldrinum 31­35 ára en 19,9% á aldrinum 21­25 ára. Yfir 93% kvennanna voru í vinnu eða námi, í öllum sjúkdómahópum sem og­ í­ viðmiðunarhópnum.­ Hæsta­ hlutfallið­ í­ flokknum­ öryrki/ lífeyrisþegi/atvinnulaus­var­meðal­ kvenna­með­óskilgreinda­ lið­ bólgu (6,1%). Yfir 98% af konunum með alvarlega liðbólgusjúk­ dóma voru íslenskar en 3­5% af viðmiðunum voru af erlendum uppruna. Þá bjó meirihluti kvennanna með alvarlega liðbólgu á höfuðborgarsvæðinu (63­72%) en hlutfall viðmiða sem bjó á lands­ byggðinni var heldur hærra en rannsóknarhópsins (41­45%). Um 55­65% kvennanna í rannsóknarþýðinu voru giftar eða í staðfestri sambúð en það hlutfall var 50­62% í viðmiðunarhópnum. Flestar fæðingar í rannsóknarhópnum urðu áður en sjúkdóms­ greining móður var staðfest (n=597) en fáar eftir að meðferð með TNFi hófst (n=53). Ekki fundust upplýsingar um greiningarár 22 mæðra sem fæddu 44 börn. Á mynd 1 sést hlutfallsleg dreifing fæðinganna á hverju tímabili í sjúkdómssögu mæðranna, það er fyrir sjúkdómsgreiningu, eftir greiningu en fyrir upphaf með­ ferðar með TNFi og eftir upphaf TNFi­meðferðar. Hæsta hlutfall fæðinga fyrir sjúkdómsgreiningu var hjá konum með sóragigt (78,8%) og jafnframt voru þær með lægsta hlutfall fæðinga eftir að meðferð með TNFi hófst (5,2%). Hæsta tíðni eftir TNFi­lyfjagjöf var meðal kvenna með hryggikt (8,3%) og hjá konunum með óskil­ greindan liðbólgusjúkdóm (12,1%). Algengasti TNFi sem konurnar byrjuðu á reyndist vera inflix­ imab eða líftæknilyfjahliðstæður þess (n=249), en næstalgengastur var etanercept (n=103) síðan adalimunab (n=83) og loks golimumab (n=42). Meðgöngulengd og fyrirburafæðingar Af öllum meðgöngum rannsóknarhópsins voru 761 (95,0%) sem náðu fullri meðgöngu og 238 (29,7%) sem gengu fram yfir 40 vik­ ur. Hæst var hlutfall meðgangna lengri en 40 vikur meðal kvenna með iktsýki (32,7%) en lægsta hlutfallið meðal kvenna með óskil­ greinda liðbólgu (19,0%). Fæðing var framkölluð í 109 (13,6%) tilfellum í rannsóknarhópnum og var hæsta hlutfallið meðal kvenna með sóragigt (15,6%). Af framkölluðum fæðingum voru 18 fyrirburafæðingar. Í heildina voru 40 nýburar sem fæddust fyrir 37 meðgönguvikur og töldust því fyrirburar. Af þeim voru mæður 23 barna með iktsýki, 7 með sóragigt, 7 með hryggikt og þrjár með óskilgreinda liðbólgu. Hlutfall fyrirburafæðinga var því 5,0% og var hlutfall­ ið hæst meðal kvenna með iktsýki (6,4%) en lægst meðal kvenna með sóragigt (2,8%) (tafla II). Engin marktæk áhættuaukning var á fyrirburafæðingu meðal kvenna með alvarlega liðbólgusjúk­ dóma borið saman við viðmiðunarhópinn, hvorki þegar horft var á fæðingarnar sem einn hóp eða skipt upp eftir sjúkdómum móður (tafla III). Keisaraskurðir Af því 801 barni sem rannsóknin náði til fæddust 169 með keisara­ skurði, sem er 21,1%. Þar af voru 78 valkeisaraskurðir (O82.0) og 91 bráðakeisaraskurður (O82.1). Meðal valkeisaranna voru 36 (46,2%) með sögu um fyrri keisara en 19 (24,4%) voru hjá frumbyrj­ um. Hins vegar höfðu 23 (25,3%) bráðakeisaranna sögu um fyrri keisara og 48 (52,7%) voru hjá frumbyrjum. Þá urðu 25 (14,8%) bráðakeisaraskurðir eftir framköllun fæðingar. Innan hvers sjúk­ dómshóps voru flestir keisaraskurðir gerðir hjá konum með sóra­ gigt og hryggikt (23,6% og 23,5%) en fæstir hjá konum með iktsýki (18,3%) (tafla II). Hlutfall keisaraskurða var hæst eftir að meðferð með TNFi­lyfjum hófst en lægst fyrir sjúkdómsgreiningu móður (tafla IV). Eins var hlutfall valkeisaraskurða hæst eftir að meðferð með TNFi­lyfjum hófst en lægst fyrir sjúkdómsgreiningu móður. Þegar allar fæðingarnar í þýðinu voru bornar saman við viðmið var 47% aukin áhætta á keisaraskurði meðal kvennanna með lið­ bólgusjúkdóma (95% ÖB: 1,19­1,82; p<0,001). Ef fæðingarnar voru skoðaðar út frá hverjum sjúkdómshópi voru fæðingar kvenna með sóragigt eini hópurinn með marktækt meiri áhættu (2,06; 95% ÖB: 1,41­3,02; p<0,001) á keisaraskurði (tafla III). Apgar-einkunn Alls höfðu 19 börn af því 801 sem fæddist lága Apgar­einkunn (<7) við 5 mínútur og var hæsta hlutfallið meðal kvenna með óskilgreinda liðbólgu (3,4%). Þrjú (15,8%) börn fengu lága Apgar­ einkunn við 5 mínútur eftir framköllun fæðingar. Ekki reyndist vera marktæk áhættuaukning á lágri Apgar­einkunn við 5 mínútur meðal nýbura kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma Tafla VI. Gagnlíkindahlutföll fyrir áhættu á fyrirburafæðingu, keisaraskurði, lágri Apgar-inkunn og lágri fæðingarþyngd meðal nýbura kvenna sem voru útsettar fyrir TNFi-lyfjum fyrir fæðingu í samanburði við fæðingar þeirra sem voru óútsettar fyrir TNFi og viðmiðunarhóp. Fyrirburafæðing Keisaraskurður Lág Apgar-einkunn Lág fæðingarþyngd Gagnlíkindahlutfall (95% öryggisbil) Gagnlíkindahlutfall (95% öryggisbil) Gagnlíkindahlutfall (95% öryggisbil) Gagnlíkindahlutfall (95% öryggisbil) Samanborið við gigtfæðingar Viðmið 1 1 1 1 Óleiðrétt 2,68 (1,07-6,70) 2,23 (1,24-4,02) 2,75 (0,77-9,74) 3,85 (1,50-9,88) Leiðrétt 1,43 (0,50-4,08) 1,19 (0,61-2,34) 2,21 (0,48-10,22) 2,67 (0,52-9,89) Samanborið við TNFi viðmið Viðmið 1 1 1 1 Óleiðrétt 1,94 (0,69-5,43) 2,45 (1,26-4,78) 2,27 (0,52-9,81) 2,35 (0,81-6,79) Leiðrétt 4,07 (1,03-16,18) 1,85 (0,76-4,52) 1,52 (0,24-9,38) 3,20 (0,04-275,56)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.