Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2019/105 289
framtíðinni er stefnt að því að nota sömu
aðferðir fyrir krabbameinslyf. Þá er beitt
sömu aðferðum við greiningu og meðferð,
svo kallað theragnostics. Það gæti orðið mik
il bylting, því þá hafa lyfin ekki sömu auka
verkanir á krabbameinssjúklinga og nú er.“
Skanninn sannað sig
Pétur segir því ekki nokkra leið að stunda
læknisfræði á þessu stigi nema með já
eindaskanna. Vissulega hefði því verið
gott að geta tekið hann í notkun fyrr. „Það
eru um 15 ár síðan fyrst var farið að ræða
jáeindaskannann.“ Þessi uppbygging var
lengi tengd byggingju nýs Landspítala.
Stefnt sé að því að færa starfsemina og
skannann þegar nýi spítalinn rísi og bæta
allt að tveimur skönnum við enda hafi
hann sannað sig.
Spurður að því hvort jáeindaskanninn
hafi bjargað mannslífum svarar hann: „Já,
án efa. Þetta var heillaspor og notkunin
hefur gengið vonum framar.“
Pétur Hannesson yfirlæknir á röntgendeild Landspítala segir jáeindaskannann framtíðartækni í greiningu og meðferð. Hann hafi bætt meðferð verulega. Mynd/gag
Miklar
breytingar á
starfsferlinum
Umfang röntgenlækninga hefur aukist
mikið og tækjabúnaður breyst, seg
ir Pét ur Hannesson röntgenlæknir,
spurður hvort starf hans hafi breyst
mikið frá því að hann hóf störf á
Landspítala árið 1995. Nú síðast hafi
jáeindaskanninn bæst við og brjósta
rannsóknirnar sem áður voru hjá
Krabbameinsfélaginu. „Nú vinna 23
sérfræðingar á röntgendeildinni en þeir
þyrftu að vera 2829,“ segir hann.
Spítalinn er alltaf á höttunum eftir
starfsfólki en skortur er á röntgen
læknum í heiminum. Hann er lítt sann
færður um að tæknin muni leysa rönt
genlækna af hólmi. „Svo hefur verið
sagt í 20 ár en ekki gengið,“ segir hann
og hlær.
„Það gerist kannski núna með
gervig reind. Það er gott því vinnuálagið
og magn upplýsinga hefur aukist með
hverju árinu. Rannsóknum er alltaf að
fjölga og fólkið eldist. Það væri því mjög
gott að fá hjálp í sjálfvirkum úrlestri.“