Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 4
267
Signý Rut Kristjánsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Gerður Gröndal, Ragnheiður I.
Bjarnadóttir, Kristjana Einarsdóttir, Björn Guðbjörnsson fyrir hönd ICEBIO
Fæðingarsaga kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma
Iktsýki, sóragigt og hryggikt teljast til liðbólgusjúkdóma og leggjast gjarnan á konur á
barneignaraldri. Þetta eru ónæmismiðlaðir sjúkdómar sem einkennast af langvarandi
bólgu í liðum og í iktsýki er einnig sjálfsmótefnamyndun til staðar. Margt er enn óljóst
varðandi tilurð þessara sjúkdóma. Íslenskar konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma eru líklegri
til að fæða með keisaraskurði en heilbrigður viðmiðunarhópur.
277
Kristín Siggeirsdóttir, Ragnheiður D. Brynjólfsdóttir, Sæmundur Ó Haraldsson,
Ómar Hjaltason, Vilmundur Guðnason
Nýsköpun: Getur gervigreind gert endurhæfingu skilvirkari?
Síðustu tvo áratugi hefur starfsendurhæfing skipað mikilvægan sess í íslensku samfélagi
og fjöldi þeirra sem leita eftir þjónustu eykst með hverju árinu sem líður. Aðsókn ungs fólks
er þar hlutfallslega mest. Miklu máli skiptir að fjármunum samfélagsins sé vel varið án þess
að gæði og þjónusta skerðist. Sú spurning vaknar því hvort gervigreind geti stuðlað að auk-
inni skilvirkni þessa geira.
283
Úlfur Thoroddsen, Tómas Guðbjörnsson
Tilfelli mánaðarins: Skyndilegur brjóstverkur og raddbreyting
eftir notkun rafsíga rettu
Tæplega tvítugur, áður hraustur, fyrrverandi reykingamaður leitaði á bráðamóttöku
Landspítala vegna skyndilegra brjóstverkja. Tveimur klukkustundum áður hafði hann
notað rafsígarettu sem olli kröftugu hóstakasti. Verkurinn versnaði við djúpa innöndun en
hann fann einnig fyrir verkjum við hreyfingu og kyngingu, auk þess sem rödd varð rámari.
260 LÆKNAblaðið 2019/105
F R Æ Ð I G R E I N A R
6. tölublað ● 105. árgangur ● 2019
263
Bæklunarskurð
lækningar í úlfa
kreppu
Yngvi Ólafsson
Um eiginlega uppbyggingu
hefur varla verið að ræða
og þaðan af síður hefur
verið unnið eftir nokkurri
heildstæðri áætlun þótt
þjóðhagslegir vísar um
mannfjöldaþróun, breytingar
á samsetningu þjóðarinnar,
komur ferðamanna og fleira
liggi fyrir á hverju ári.
264
Sjálfbært mataræði
til bjargar
Jóhanne E. Torfadóttir
Thor Aspelund
Í flexitarian-mataræði eru
viðmiðin fyrir helstu prótein-
gjafana eftirfarandi miðað við
vikuskammt: 100 g af rauðu
kjöti, 200g af alifuglakjöti, 200
g af fiski, 350 g hnetur, 90 g
egg og 525 g baunir/belgjurtir.
L E I Ð A R A R
Kápumynd
Myndina tók Þorkell
Þorkelsson ljósmyndari
á rannsóknastofum
Landspítala. Hún sýnir
eftirmála algengustu
rannsóknaraðferðar
lækna. Eftir blóðsýna-
töku þarf að merkja og
raða sýnunum svo ekki
fari milli mála úr hverjum
þau eru og til hvers eigi
að nota þau.