Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 22

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 22
278 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N reynslu og þekkingu sérfræðinga, er líklega hægt að veita skilvirk­ ari og einstaklingsmiðaðri þjónustu allt frá upphafi. Notkun gervigreindar og spálíkana á heilbrigðisgögn Flestar heilbrigðisstofnanir geyma í dag upplýsingar um skjól­ stæðinga sína á rafrænu formi, enda fljótlegra að leita í rafræn­ um gögnum heldur en á pappír.9,10 Ógrynni af mismunandi gögn­ um safnast saman og eru þau yfirleitt á ólíkum formum eins og til dæmis í myndum, tölum og texta. Þar af leiðandi er nánast ómögulegt fyrir sérfræðinga að sjá gagnleg mynstur í heilbrigð­ isgagnasafni, þrátt fyrir að mannsaugað hafi þann hæfileika að geta séð mynstur í flóknum gögnum.11 Með aðstoð gervigreind­ ar og reiknigreindar er hægt að bera kennsl á flókin mynstur til þess að varpa upp hugsanlegum áhrifaþáttum eins og er gert með spálíkönum.5 Spálíkön eru ekki ný af nálinni en nýting gervigreindar við spár hefur aukist talsvert samfara rafrænni skráningu upplýsinga og er ennþá í stöðugri þróun.12­14 Þau hafa reynst vel til að spá fyrir um ólíka þætti eins og til dæmis starfsendurhæfingu hjá einstak­ lingum með heilaæxli12 og við að skipuleggja heimahjúkrun,15 ásamt því að spá fyrir um árangur þunglyndismeðferðar.16 Janus endurhæfing er fyrsta starfsendurhæfingin á Íslandi og í Evrópu, að því er höfundar best vita, sem hefur innleitt gervigreind í al­ menna þjónustu sína. Efniviður og aðferðir Janus endurhæfing Janus endurhæfing er fyrirtæki sem stofnað var árið 2000, þá að­ eins með örfáa skjólstæðinga og starfsmenn.17 Í dag eru um það bil 150 virkir skjólstæðingar í þjónustu á hverjum tíma og hefur sniðmengi hópsins einnig tekið breytingum. Til að mynda var meðalaldur fyrstu 10 árin 35,8 ár (SF 10,32) og hlutfall einstaklinga á aldrinum 18­30 ára 37,5% en er árið 2018 73% og meðalaldur 27,8 ár (SF 7,8). Flestir skjólstæðinganna 2018, eða 92%, voru greindir með geðrænan sjúkdóm.b Starfsemin hefur þar af leiðandi aðlag­ ast samfélagslegri þörf og í dag eru á bilinu 30 til 35 fastráðnir starfsmenn. Ólíkar fagstéttir vinna saman, eins og læknar, iðju­ þjálfar, sjúkraþjálfarar, félagsráðgjafar, og sálfræðingar, svo fátt eitt sé nefnt. Þessir sérfræðingar vinna í þverfaglegum teymum við að aðstoða skjólstæðingana út í atvinnulífið. Árangur Janus­ ar endurhæfingar hefur haldist frekar stöðugur í gegnum árin, til dæmis útskrifaði 51% skjólstæðinga á tímabilinu frá ársbyrjun 2013 til ágústloka 2018 í atvinnu, nám eða virka atvinnuleit og er árangurinn svipaður fyrir árið 2018 eða 54%. Til þess að veita sérfræðingum góða yfirsýn yfir skjólstæðinga­ hópinn var þróað og innleitt utanumhaldskerfi sniðið að þörfum starfseminnar, sem innandyra er kallað Janus Manager. Utanum­ haldskerfið var tekið í notkun í mars 2016 og hefur þróast í raun­ tíma samhliða starfseminni. Í dag heldur Janus Manager utan um allt skipulag í kringum starfsemina, ásamt því að uppfylla allar ströngustu kröfur varðandi persónuvernd sem nýlega hafa verið uppfærðar í Evrópu. Byrjað var á nýsköpunarverkefninu Völvunni í júní 2016 með það að markmiði að innleiða gervigreindarspálíkön í utanum­ haldskerfið og starfsemina til þess að bera kennsl á hugsanlega áhrifaþætti endurhæfingarinnar hjá hverjum og einum skjól­ stæðingi. Þróun Völvunnar hefur skipst í þrjú stig: Þróun, prófun og innleiðingu. Þróun Völvan var upphaflega þjálfuð á 4300 gagnapunktum frá 951 einstaklingi. Hver gagnapunktur inniheldur um 180 breytur ásamt upplýsingum um niðurstöðu og lengd endurhæfingarinn­ ar. Mynd 15 er flæðirit sem sýnir hvernig Völvan uppfærist með nýjum gögnum sem bætast við grunninn í hvert sinn sem skjól­ stæðingur útskrifast úr endurhæfingunni. Völvan er frábrugðin hefðbundinni notkun á spálíkönum að þessu leyti þar sem hún uppfærir spálíkönin sín sjálfvirkt þegar breyting á sér stað í gagnasafni hennar. Markmið Völvunnar er að gefa sérfræðingum ábendingar um hvar og hvenær þurfi að grípa til aðgerða til þess að auka líkur á árangursríkri endurhæfingu. Sérfræðingar fá eftirfarandi þrjár mismunandi spár í hvert skipti sem beðið er um nýja spá fyrir hvern skjólstæðing: • Líkur á því að viðkomandi nái árangri í endurhæfingunni. • Líkur á því að viðkomandi hverfi úr endurhæfingunni. • Líkleg endurhæfingarlengd í mánuðum. Þessum spám er varpað upp með þeim 10 áhrifaþáttum sem hafa mest áhrif á spána hjá hverjum einstaklingi á hverjum tíma. Ekki er endilega um sömu þætti að ræða við hverja spá en oftast eru þetta þættir tengdir andlegri og líkamlegri heilsu. Sérfræðing­ ur getur síðan nýtt sér niðurstöðurnar til að meta hvort og hvernig hægt sé að aðstoða skjólstæðinginn betur. Prófun Frammistaða Völvunnar var metin á raungögnum í rauntíma á 10 mánaða tímabili. Þá urðu til 73 útgáfur af Völvunni sem vörpuðu upp um það bil 400 spám. Mynd 25 sýnir nákvæmni Völvunnar á þessu tímabili en það tók hana aðeins þrjár vikur að þjálfa ná­ kvæmnina og hittnina upp í 97­100% rétta spá varðandi það hvort endurhæfing skjólstæðings verði árangursrík eða hvort hann hverfi úr henni. Fyrir tímalengd starfsendurhæfingarinnar var búist við að spá­ in yrði ekki jafn nákvæm. Mynd 35 sýnir hversu einstaklingsbund­ in tímalengdin er sem spannar frá 2 til 47 mánaða. Hins vegar var reyndin sú að hægt var að spá fyrir um tímalengd stafsendurhæf­ ingarinnar með að meðaltali tveggja til þriggja mánaða skekkju­ mörkum frá því sem raunverulega gerðist. Í ljósi þess hversu einstaklingsbundin þjónustan er þá er þetta talinn góður árangur og eðlileg óvissa og frávik í langtímaþjónustu. Vegna framúrskarandi árangurs Völvunnar var ákveðið að leggja fyrir hana annað krefjandi verkefni. Rannsakað var hvort hún gæti spáð fyrir um næstu útkomu íslenska mælitækisins „Heilsu tengdra lífsgæða“ 3­6 mánuðum áður en mælingar voru teknar.7 Heilsutengd lífsgæði hafa verið mikið notuð af sérfræð­ ingum í íslenska heilbrigðiskerfinu. Mælitækið hefur reynst vel þar sem það gefur til kynna stöðu skjólstæðingsins þá stundina sem hann svarar. Heildarlífsgæði hans eru reiknuð út frá svörum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.