Læknablaðið - apr. 2019, Side 4
163
Valgerður Dóra Traustadóttir, Elín Björk Tryggvadóttir,
Ólöf Birna Ólafsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson,
María Soffía Gottfreðsdóttir
Lyfjameðferð gláku og hugsanlegar
milliverkanir við meðferð annarra
sjúkdóma
Gláka er alvarlegur augnsjúkdómur og var algengasti
blinduvaldur á Íslandi fram á miðja síðustu öld. Þar
sem tíðni gláku hækkar með aldri eru sjúklingar oft
einnig með aðra sjúkdóma og á margs konar lyfjum.
171
Katrín Hjaltadóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir, Pétur Hörður Hannesson, Páll Helgi Möller
Ísetning á kera við gallblöðrubólgu á Landspítala 2010-2016
Mikill fjöldi sjúklinga leggst inn á Landspítala árlega með gallblöðrubólgu og lagðist sjúk-
lingur inn annan hvern dag á því tímabili sem hér er skoðað. Þriðjungur sjúklinga sem fékk
gallvegatengdar sjúkdómsgreiningar var með gallblöðrubólgu, sem er í samræmi við aðrar
rannsóknir og var meðalaldur þeirra einnig sambærilegur fyrri rannsóknum.
177
Tómas Guðbjartsson, Anders Jeppsson
Skurðsýkingar eftir opnar hjartaaðgerðir
– yfirlitsgrein
Skurðsýkingar eru algengir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða, í
bringubeinsskurði og þegar bláæðagræðlingar eru teknir úr gang-
limum fyrir kransæðahjáveitu. Oftast eru þetta yfirborðssýkingar
sem svara sýklalyfjameðferð og sárahreinsun, en í 1-3% hjarta-
aðgerða ná sýkingar í dýpra og valda miðmætisbólgu sem er lífs-
hættuleg.
156 LÆKNAblaðið 2019/105
F R Æ Ð I G R E I N A R
4. tölublað ● 105. árgangur ● 2019
159
Davíð O. Arnar
Stafrænar
hjartalækningar,
gervigreind og gildi
hluttekningar
Nú er hægt að taka hjarta-
línurit með snjallsíma eða
úri. Tíminn sem vinnst gæti
nýst til að færa lækna aftur
að rúmstokki sjúklings. Bein
samskipti læknis og sjúklings
eru nefnilega einn af horn-
steinum læknisþjónustu.
161
Sigríður Dóra Magnúsdóttir
Mislingar á Íslandi
árið 2019, viðbrögð
og lærdómur
Undanfarnar vikur hafa sýnt
okkur mikilvægi góðrar
skráningar. Vistun gagna
var ekki samræmd. Margar
stöðvar eru með eigin skjala-
geymslur, aðrar með gögn hjá
Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins og nokkrir árgangar
af ungbarnaskýrslum eru á
Borgarskjalasafni.
L E I Ð A R A R
Mislingaveiran
Kápumyndin er þrívíddarmynd
af mislingaveirunni sem er
gjörð af meistarahöndum
auðsjáanlega.
Mislingar byrja með hita,
horrennsli, hósta, rauðum
augum og sárum hálsi. Í
kjölfarið fylgja útbrot um
allan skrokkinn. Mislingar eru
bráðsmitandi og ferðast um
með andardrættinum, hósta
og hnerra. Allir ættu að vera
sprautaðir með MMR en það
er bóluefni sem verndar börn
og fullorðna fyrir mislingum,
hettusótt og rauðum hundum.
Mislingar hafa vafalítið fylgt mannkyni frá örófi alda. Þeim var
einna fyrst lýst á 9. öld af lækni í hinni fornu Persíu sem greindi á
milli bólusóttar og mislinga. Sjúkdómurinn olli miklum búsifjum á
fyrri tíð, og dæmi eru um að byggðarlög hafi nærfellt lagst í auðn
af hans völdum. Hann er talinn hafa lagt um 200 milljónir manna
að velli síðastliðin 150 ár og enn deyja um 150-160 þúsund börn
árlega þrátt fyrir að bóluefni hafi verið til reiðu frá miðjum sjöunda
áratug síðustu aldar.
Úr leiðara Sigurðar Guðmundssonar í Læknablaðinu í apríl 2014
Mynd frá Sótt-
varnastofnun Banda-
ríkjanna,CDC (Centers
for Disease Control
and Prevention)
teiknari: Alissa Eckert