Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Apr 2019, Page 20

Læknablaðið - Apr 2019, Page 20
172 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Gallblöðrutaka er framkvæmd 6-8 vikum síðar ef ábending er fyr- ir því og sjúklingur talinn þola valaðgerð.4,7,8 Samkvæmt nýju meðferðarleiðbeiningunum er nú mælt með að setja gallblöðrukera fljótt eftir greiningu hjá þeim sem eru með umtalsverða bólgu og/eða er ekki treyst í skurðaðgerð.2 Gall- blöðrukeri er oftast lagður í staðdeyfingu með aðstoð ómunar eða tölvusneiðmyndar og er inngripið oftast framkvæmt af sérfræði- lækni á röntgendeild.9 Mikilvægt er að leggja kerann gegnum lif- ur (transhepatic), séu ekki frábendingar fyrir því, til að fyrirbyggja gallleka frá gallblöðru þegar kemur að því að fjarlægja kerann. Engar algerar frábendingar finnast fyrir inngripinu en sem dæmi um frábendingar fyrir því að leggja kera um lifur er meðferð með blóðþynningarlyfjum, storkukvillar (coagulopathy) eða vökvasöfn- un í kvið (ascites).10-13 Inngripið tekst í um 97% tilvika og er dánar- tíðni við meðferðina lág (0-4%).9 Fylgikvillar af inngripinu og því að hafa kera í gallblöðru eru hins vegar vel skilgreindir. Nefna má fylgikvilla eins og galllífhimnubólgu (biliary peritonitis), endur- tekna gallblöðrubólgu, blæðingu (frá lifur eða kviðvegg), loftbrjóst (pneumothorax), ranga legu kera eða að keri rennur út úr gallblöðru fyrr en áætlað er. Alvarlegir fylgikvillar eru tiltölulega sjaldgæfir. Rannsóknir hafa sýnt um 5% tíðni fylgikvilla sem krefjast ein- hvers konar inngripa (fylgikvillar af Clavien-Dindo-flokki ≥2).4 Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni keraísetningar við bráða gallblöðrubólgu á Landspítala og fylgikvilla þeirrar meðferðar. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Notað var greiningarkerfi Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar (International Classification of Disea- ses, ICD-10) og farið í gegnum sjúkraskrár allra fullorðinna sjúk- linga (>18 ára) sem fengu gallvegatengdar sjúkdómsgreiningar (K 80-85) á Landspítala. Farið var í gegnum sjúkraskrár þeirra sjúk- linga og þannig fundnir þeir sem meðhöndlaðir voru með kera vegna bráðrar gallblöðrubólgu. Rannsóknin náði yfir tímabilið frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2016. Upplýsingum sem var safn- að úr sjúkraskrám voru meðal annars aldur, kyn, fylgisjúkdóm- ar, blóðþynningarmeðferð, tímalengd einkenna við greiningu, niðurstöður úr blóð- og myndgreiningarrannsóknum, lega og tímalengd kera og fylgikvilla ísetningar kerans. Gallblöðrubólga var skilgreind sem kviðverkur, merki um sýk- ingu (hiti, hækkun á hvítum blóðkornum og/eða CRP (C-Reactive Protein)) og bólga í gallblöðruvegg, staðfest með myndgreiningu. Sýklasóttarlost (septic shock) var skilgreint sem svæsin sýklasótt ásamt lágum blóðþrýstingi eða teikn um minnkað blóðflæði (perfusion) um líffæri. Farið var yfir legu kera í gallblöðru og þegar hún var ekki tekin fram í svari röntgenlæknis fór röntgenlæknir aftur yfir þær myndrannsóknir. Í sumum tilfellum var ekki unnt að staðfesta legu kera út frá myndgreiningargögnum. Fylgikvillar voru flokkaðir samkvæmt Clavien-Dindo-flokkunarkerfinu sem skiptir fylgikvillum niður eftir því hvort þeir krefjist inngripa eða ekki og þá hvers konar inngripa (til dæmis lyfjagjafar, blóðgjafar, innlagnar á gjörgæslu eða skurðaðgerðar).10 Dánartíðni var skil- greind sem dauði innan 30 daga frá ísetningu kera. Breytur voru skráðar í Microsoft Excel® sem einnig var notað við úrvinnslu. Notuð var lýsandi tölfræði. Tilskilin leyfi fengust frá vísindasiðanefnd og framkvæmda- stjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Alls fengu 4423 sjúklingar gallvegatengdar sjúkdómsgreiningar á rannsóknartímabilinu. Þar af voru 1255 (28%) með bráða gall- blöðrubólgu og af þeim voru konur 700 (56%). Meðalaldur sjúk- linga með gallblöðrubólgu var 58 ár (bil: 18-99). Alls fóru 1018 sjúklingar (81%) í gallblöðrutöku. Bráðaaðgerð var gerð hjá 612 sjúklingum (49%) en 643 sjúklingar fengu íhaldssama meðferð með sýklalyfjum og var hluti þeirra tekinn til valaðgerðar síð- ar (63%). Tveir sjúklingar sem meðhöndlaðir voru í upphafi með íhaldssamri meðferð fóru í bráðaaðgerð í sömu legu (mynd 1). Meðalaldur sjúklinga sem fóru í bráðaaðgerð var 50 ár (bil: 18-88) Mynd 1. Flæðirit yfir fjölda sjúklinga á rannsóknartímabilinu og hvaða meðferð þeir fengu. Sjúklingar með gallvegatengdar sjúkdómsgreiningar n=4423 Gallblöðrubólga n=1255 Aðrar gallvegatengdar greiningar n=3168 Bráðaaðgerð n=612 Íhaldssöm meðferð n=643 Keri í gallblöðru auk sýklalyfja n=88 Sýklalyfja- meðferð n=555 Bráð gallblöðrutaka n=2 Valaðgerð - gallblöðrutaka n=43 Valaðgerð - gallblöðrutaka n=360 Tafla I. Yfirlit fylgisjúkdóma og skipting þeirra. Flestir sjúklingar voru með fleiri en einn fylgisjúkdóm. Fjöldi (n=76) Hlutfall (%) Háþrýstingur 54 61 Kransæðasjúkdómur 22 25 Heilablóðfall/tímabundin blóðþurrð í heila 15 17 Sykursýki 11 13 Nýrnabilun 5 6 Skorpulifur 0 0 Langvinn lungnateppa 4 5 Krabbamein 22 25

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.