Læknablaðið - apr 2019, Qupperneq 46
198 LÆKNAblaðið 2019/105
„Mér brá að sjá hversu mikið var um að
vera þegar ég steig inn í skurðstofur spít-
alans í sérnámi mínu árið 2010. Það kom
mér á óvart hvað fólkið var að sinna mörg-
um hlutum í einu og hvað það var mikið
áreiti utan frá. Þetta var annað en ég hafði
gert mér í hugarlund að fram færi inni á
skurðstofunni,“ segir Ólafur. Hann hafi
fengið nett sjokk.
„Það var mikið um að vera, mikil læti
og mikið talað um aðra hluti auk þess sem
margir voru að koma inn á skurðstofuna.
Þessu umhverfi venst maður þegar fram
í sækir,“ segir Ólafur. Í meistaranáminu
hafi hann rekist á grein um vandann og
áhuginn hafi verið kveiktur. Hann sé líka
með gráðu í stjórnun, sem nái inn á þetta
svið. „Þetta er spurning um flæði skrif-
stofunnar og skipulag,“ segir hann.
Mælingar rannsóknanna sýndu að tíðni
truflana á skurðstofum sé 20,17 að meðal-
tali í hverri aðgerð. „Sumar eru nauðsyn-
legar og gagnlegar fyrir sjúklinginn, en
flestar eru óþarfi,“ segir Ólafur. Loka-
verkefni hans hafi haft áhrif á reglur á
Landspítala.
„Það má til að mynda ekki lengur vera
með síma uppivið,“ segir hann. Oft séu
óþarfar símhringingar milli stofa og fólk
hafi ekki talið sig geta sleppt símanum úr
vasanum.
Ólafur segir rannsóknirnar hafa sýnt að
teymi sem sé vant að vinna saman truflist
síður en þau óvönu við utanaðkomandi
áreiti. „Reyndara fólk venst utanaðkom-
andi truflunum eins og hljóði, hita, kulda
og öðrum truflunum og hættir að bregðast
við þessum þáttum. En unga nýja fólkið er
Ráp og farsímar trufla
lækna á skurðstofum
Erill og hraði. Truflanir eru tíðar á skurðstofum og þróa þarf aðferðir til að kenna starfsfólki að takast á við óhjákvæmilegar
truflanir. Þær helstu í vinnuumhverfi skurðstofa voru ráp inn og út af skurðstofunni, samskipti, símar og boðtæki, truflanir tengdar
tækjabúnaði, kennsla og hávaði. Þetta sá Ólafur G. Skúlason, hjúkrunardeildarstjóri á Landspítala og fyrrum formaður Félags
hjúkrunarfræðinga, þegar hann rýndi í 14 erlendar rannsóknir um truflanir, í meistaranámi sínu sem lauk á vormánuðum í fyrra.
Kveikjan að verkefninu var erillinn á skurðstofum Landspítala
Ólafur G. Skúlason við störf á Landspítala. Hann segir það hafa komið á óvart hvað er mikið um truflanir á skurðstofum, en þeim megi venjast. Mynd/gag
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir