Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 5

Hugur og hönd - 01.06.1983, Page 5
gler í bergvík Árið 1981 hófu þau Sigrún Ólöf Ein- arsdóttir og Sören Larsen starfrækslu glersmiðju í Bergvík á Kjalarnesi. Þau hafa bæði stundað nám við Skolen for Brugskunst í Kaupmanna- höfn. Á verkstæði sínu í Bergvík fást þau við glerblástur og er það alger nýjung í listiðnaði hér á landi, þó einstaka íslenskir listamenn hafi feng- ist við þetta erlendis. Glerblástur er afar vandasöm list- iðn og krefst mikillar æfingar, ein- beitingar og hæfni. Glerið er þess eðlis að þegar búið er að blása verð- ur engu um breytt. Sjálfur blásturinn mótun og skreyting hlutarins er unnin í striklotu og getur tekið 3-4 stundar- fjórðunga. Á þeim tíma má glerið aldrei kólna og er því haldið heitu með því að stinga því inn í glerofninn öðru hvoru. Geta því orðið talsverð afföll því aðeins hluti af því sem unn- ið er verður nógu gott til sölu. En það er hægt að endurnýta glerið og nota Sigrún og Sören t.d. rúðugler sem hráefni í nýja muni. Hinsvegar er þetta afar orkufrekur iðnaður, þar sem kynda þarf ofnana dag og nótt. Það skiftir því megin máli að sá sem á blásturspípunni heldur, kunni vel til verka og viti nákvæmlega hvað hann ætlar sér að gera. Verslunin fsl. Heimilisiðnaður hefur haft á boð- stólnum margskonar glervörur unnar í Bergvík og eru myndirnar sem prýða þessa síðu sýnishorn af þeim. HUGUR OG HOND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.