Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 9

Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 9
III Víkur nú sögunni aftur til haustsins 1938 þar sem undirrit- uð er ráðin til starfa hjá Sambandi íslenskra heimilisiðn- aðarfélaga ásamt annarri stúlku, Júlíönu Guðjónsdóttur frá Hólmavík. Var hún einnig nýkomin frá Noregi, eftir nám í vefnaði í Bergen. Verkefni okkar þessara nýráðnu starfskrafta var að vefa gólfteppi og renninga úr bandi unnu úr íslenskri ull. Samband íslenskra heimilisiðnaðarfélaga var stofnað 1920 vegna tilmæla frá fjárveitingarnefnd Alþingis. Eftir þó nokkrar umræður í aðildarfélögum var samþykkt að Heimilisiðnaðarfélag Norðurlands ætti tvo fulltrúa og Heimilisiðnaðarfélag íslands þrjá, sem sagt nokkurskonar fulltrúaráð er síðan fundaði um úthlutun til aðildarfélag- anna. Fulltrúar Heimilisiðnaðarfélags Islands voru á þess- um tíma Ragnhildur Pétursdóttir, Matthías Þórðarson fornminjavörður og Maggi Magg læknir. Fulltrúarnir voru kosnir af stjórnum aðildarfélaganna. Mér er í fersku minni fyrsti heili dagurinn með þeim Háteigshjónum. Okkur Júlíönu var boðið í fjölskyldubíln- um og ekið um Þingvelli niður á Eyrarbakka. Afanga- staðurinn var Húsið, einhver elsta bygging á Islandi. Þar átti að verða heimili okkar og vinnustaður næsta vetur. Þau hjón höfðu keypt Húsið nokkrum árum áður og Ragnhildur þá með þann bakþanka að þarna gæti Hús- mæðraskóli Suðurlands orðið til húsa; þróunin olli því hins vegar að honum var síðar sjálfkjörinn staður á Laug- arvatni. Húsið var farið að hrörna þegar þau tóku við því og endurbættu þau það, trúverðug gamla tímanum. Fljótlega var hafist handa og byrjað að undirbúa starf-

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.