Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 13
Ráðunautur ferðaðist um landið og hélt nám-
skeið hjá flestum kvenfélagasamböndum landsins
að ósk þeirra. Veitti einnig leiðbeiningar í vinnu-
stofu námskeiða í Hafnarstræti 3. Ráðunautur
var Sigríður Halldórsdóttir.
f979 Heimilisiðnaðarskólinn var stofnaður að Lauf-
ásvegi 2 og starfar þar á efri hæð allri. Skóla-
stjóri 1979-80 var Kristín Jónsdóttir og frá 1980
Sigríður Halldórsdóttir. Hér var náð mikilvægum
áfanga með föstum leiðbeiningar- og kennslu-
stað. Með þróun skólans þarf meira húsrými og
er þá neðri hæð að Laufásvegi 2 tilvalin stækkun.
Verzlunin þar hefur nú af hagkvæmnisástæðum verið
sameinuð verzluninni í Hafnarstræti 3 og verzlunarhæðin
leigð fyrst um sinn til annars. En glæsilegt væri og heppi-
legt skólastarfi, að geta tekið götuhæð verzlunarinnar fyr-
ir skólastarf, t. d. vefnað.
Útgáfustarfsemi
Hugur og hönd, ársrit H. í. kom fyrst út 1966, og er
það vandað tímarit með litmyndum að hluta, sem birtir
greinar um handverk og listiðnað, mynstur og vinnuteikn-
ingar og er sameiginlegt rit fræðslustarfs og verzlunar.
Önnur útgáfustarfsemi hefir einnig verið nokkur, t. d.
um þjóðbúninga, upphlutinn, myndskreytt Ieiðbeiningarit
og tillögur að samræmingu íslenzkra þjóðbúninga. Endur-
útgáfa á vefnaðarmynstrum Halldóru Bjarnadóttur á 100
ára afmæli hennar.
Ágrip af stofnun og sögu H. í. á 60 ára afmælinu 1973,
sem sent var öllum Norðurlöndunum og birt í heimilisiðn-
aðartímaritum þeirra. Ekki birtist það þó í okkar riti,
Hugur og hönd en var ekki ósvipað þessum skrifum, sem
birtast nú á sjötugasta amælisári H. I.
World Crafts Council (W. C. C.), eru listiðnaðar-
samtök þar sem H. í. er félagi í, og var aðild okkar sam-
þykkt á þingi W. C. C. í Tyrklandi 21. ágúst 1972. H. í.
sendi sýningarmuni á listiðnaðarsýningu W. C. C. í Tor-
onto 1974, án þess að senda fulltrúa. Hins vegar tók H. í.
þátt í þingi W. C. C. árið 1973 sem haldið var í Nor-
egi. Undirritaður telur mikilvægt að vera í þessum
heimssamtökum og telur aðildina stuðla að kynnum á
starfi H. í. utanlands og gæti einnig stuðlað að sölu á ís-
lenzkum heimilisiðnaðarvörum erlendis.
„20 ára tímabilið“ (50-70 ára starfsœfi H. /.). Okkur
finnst, að þetta mikla átak á rúmlega 20 ára tímabili hafi
heppnast, jafnvel miklu betur en við gátum vonað í
HUGUR OG HÖND
byrjun. Auðvitað á það sínar orsakir. Stjórn og nefndir
hafa verið samhentar, hver maður gert sitt bezta og ekki
horft til launa. Það hefur verið þörf fyrir framlag félagsins
hjá öllum almenningi, er fæst við heimavinnu eða heimil-
isiðnað og getur með því bætt nokkuð kjör sín og haft
ánægju af með hjálp og tilsögn. Framlag muna til sýnis
og sölu í verzlun H. I. hefur verið hvatning um hvern-
ig hægt er vel að gera. Fleiri atriði koma eflaust til, en
það er mikilvægt að geta unnið saman, þó allir geti varla
alltaf verið sammála.
Erfitt er að nefna nöfn eða þakka svo vel sé, þó skulu
nokkur tilgreind. Sigrún Stefánsdóttir og Helga Kristjáns-
dóttir stóðu fyrir samstarfi H. I. við Ferðaskrifstofu ríkis-
ins og byrjun á eigin verzlun H. f. á Laufásvegi 2. Þær
trúðu á málstaðinn og þörfina. Hulda Á. Stefánsdóttir
með kunnáttu sveitaheimilanna og reynslu frá skóla sín-
um á Blönduósi. Arnheiður Jónsdóttir var formaður í 19
ár og er ennþá full áhuga og með í stjórn verzlunarinnar,
Gerður Hjörleifsdóttir hefur verið verzlunarstjóri síðan
1967. Framlag Gerðar til vaxtar verzlananna og þróunar
vörugæða og listræns gildis mun vera afgerandi fyrir fram-
gang þeirra og verður seint fullþakkað. Sigríður Halldórs-
dóttir, ráðunautur H. í. og leiðbeinandi um námskeið úti
á landsbyggðinni og í Reykjavík, er nú orðin skólastjóri
Heimilisiðnaðarskólans, á vegum H. í. og mun hann vera
í góðum höndum þar. Marga fleiri þyrfti að nefna, en
öllum áður nefndum og ónefndum ber að þakka störf
þeirra og trú á markmið og leiðir.
Markmið og leiðir
Það má öllum vera ljóst, að betri vörur fást varla nema
með auknu leiðbeiningarstarfi, það er með þeirri listrænu
þjálfun hugar og handa og verklegu kunnáttu, er til þarf
að gera góðan hlut. Tengt leiðbeiningarstarfi, eða fram-
hald af því, má svo nefna fyrirmyndir og formgjöf, þ. e.
hönnuði.
Verzlunin er auðvitað aðalmáttarstólpi starfsins til
framkvæmda þessara og annarra atriða og einnig hinn
sýnilegi og fasti .starfsstaður út á við, tengiliður við fram-
leiðendur og sölustaður varanna.
Við álítum, að heimilisiðnaður eigi sér mikla framtíð,
nú meira sem ánægjuatriði, þar sem hann áður var meir
af nauðsyn. Má þar nefna hinn mjög aukna frítíma
flestra, hvað á að gera við hann? Einnig alla þá, sem ekki
eiga kost á fastri launaðri vinnu, s. s. gamalt fólk, fatlað
fólk og þá, sem einhverra hluta vegna eiga ekki heiman-
gengt, t. d. margar húsmæður. Vel má einnig hugsa sér
að fólk með óskerta starfsorku og tíma gerði einhverja
framleiðslugrein heimilisiðnaðar að aðalstarfi, og það er
13