Hugur og hönd - 01.06.1983, Blaðsíða 17
Guðmundur Jósafatsson hafði heyrt, að hæsta tala á
kaleik eftir Helga hafi verið 14, en af tölumerkingunni
sést, að margir muni nú glataðir. Þannig segist Guðmund-
ur hafa heyrt, að einn hafi verið seldur frá kirkju hér til
Englands.
Kaleikarnir eru allir mjög gerðarlegir, formið fagurt og
gröfturinn vandaður. Stundum bregður fyrir óvenjulegu
verki, svo sem á kaleiknum á Hvammstanga, áður í
Kirkjuhvammi, þar sem hnúðurinn er myndaður af vöfð-
um silfurvír um legginn.
Auk kaleika og patína eru þekktar eftir Helga mat-
skeiðar, lítil brennisvínsstaup og silfurhnappar, allt með
stimpli hans og sumt með ártalsstimpli einnig. Kirkjusilfr-
ið er enn í kirkjum, en aðrir gripir bæði á söfnum og í
einkaeigu. Gripirnir, sem bera ártalsstimpil, eru frá árun-
um 1804-1825. - Eitt staupið er gyllt innan og á röndinni
og hefur hann því kunnað hina gömlu logagyllingarað-
ferð, enda segir í vísitasíu Þingeyrarkirkju 1807, að hinn
gamli „ósæmilega lappaði og loksins aftur sundur brotni
kirkjunnar kaleikur af silfri fyrir meðalgöngu prestsins
sra. Olafs Tómassonar af gullsmið Helga Þórðarsyni (sé)
dável og snoturlega repareraður, . . .” og sé gylling inni-
falin í viðgerðinni, sem kostaði 4 ríkisdali og 22 skildinga.
- Þessi kaleikur er nú ekki lengur vís.
Ein skemmtileg heimild er til um Helga Þórðarson,
sem lýsir virðingu útlendings fyrir þessum afdalasmið.
1816 var Ebeneser Henderson staddur í Langadal á ferð
sinni um landið. Þar mætti hann tveimur óvenjulegum
bændum. „Annar þessara manna”, segir Henderson, „var
gullsmiður, alkunnur á Islandi fyrir það, hve smíðar hans
er ágætar, svo að þær jafnast nálega á við gripi hinna
fremstu meistara í Kaupmannahöfn, enda þótt hann hafi
aldrei lært þessa iðn sína, eða út fyrir landsteinana
komið. Hann hefur líka smíðað úr án þess að hafa til þess
nokkra hjálp.” - Hinn ferðalangurinn var óvenjulega vel
að sér í stjörnufræði, en hann var Jón Bjarnason stjarn-
fróði í Þórormstungu.
Þarna fullyrðir Henderson, að Helgi sé ólærður og hafi
aldrei til útlanda komið, en gripir hans benda þó fremur
til hins gagnstæða. Líklegt má telja, að úr það, sem Helgi
á að hafa smíðað, hafi verið stundaklukka, en klukkur
smiðuðu stöku menn hér á þessum tíma, og kann þetta
að stafa af ónákvæmri túlkun.
En hér sést eins og víðar, að Helgi Þórðarson hefur
verið snilldarsmiður og virtur á sinni tíð og eru gripir
hans meðal hins bezta af því tagi, sem nú þekkist.
Þór Magnússon
Staup á þremur
kúlufótum og með
steyptum eyrum,
gyllt innan og á
rönd. með stimpli
Hclga Þórðarsonar
og ártali 1807,
Þjms. 6515.
Fangamarkið PPS
er Péturs Péturs-
sonar á Hríshóli í
Reykhólasveit,
langafa Gests Páls-
sonar skálds.
Ljósm. Ole Vill-
umsen Krog.