Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 24
Kona í reiðfötum, situr í
enskum söðli.
Ur myndasafni Pjóðminjasafns.
og í hornin að aftan voru saumaðar mislitar rósir og
fangamark eiganda. Undirdekkin voru oftast úr vaðmáli,
svörtu, brúnu eða grænu og fóðruð með þykkri sérting
eða öðru svipuðu efni. - Söðlarnir voru aftur mjög mis-
munandi hvað lag og íburð snerti.
Einstöku kona átti drifinn söðul, sem hún hafði fengið
í arf. Drifinn söðull var sleginn fögru látúnsskrauti á
sveifinni, fangamarki eiganda og ártali. Þetta skraut náði
stundum aftur á reiðann sem varð þá tilkomumeiri, alsett-
ur smá látúnsskjöldum. Algengastir voru djúpu söðlarnir
klakklausu. En brátt komu klakksöðlarnir eða ensku
söðlarnir í tísku, og þóttu þeir fallegri og hentugri en þeir
gömlu. Fótafjölin var nú aðeins fyrir annan fótinn, hægra
hné var brugðið upp á klakkinn. A gömlu söðlunum var
fótafjölin breið, fyrir báða fætur, svo konurnar sátu
þversum á hestinum. Stöku sinnum var ístað notað fyrir
fótafjöl, koparístöð þóttu fallegust og koparstengur á
beislum. Þá þótti ekki lakara að skreyta ennisólina og
höfuðleðrið með smá kopardoppum.
Yfir gömlu söðlana var oft breitt fagurt glitofið söðul-
áklæði með fjölbreyttum mynstrum og litum. Algengt var
að konur hefðu söðulsessur í söðlinum, saumaðar, skatt-
eraðar, flosaðar eða ofnar, var oft vandað til þeirra.
Hnakktöskur þóttu ómissandi og þá má ekki gleyma svip-
unni. Svipan var kærkomin vinargjöf á sumardaginn
fyrsta eða á afmælisdegi. Aðeins eina konu sá ég ríða á
„þófa“. Þófar voru mjög óþægilegir, tvær dýnur voru girt-
ar eins og reiðingsdýnur á hestinn og löng ól með ístöðum
á báðum endum lögð yfir.
Þegar allt var fengið til reiðskapar var gaman að
skreppa á bak góðum hesti. Fjölmargar hestavísur eru til
á íslenskri tungu og mörg lofkvæði hafa verið sungin, sem
vitna um vinsældir íslenska hestsins.
A Möðruvöllum í Hörgárdal sleit ég barnsskónum. For-
eldrar mínir bjuggu þar um árabil stórbúi. Frá því ég man
fyrst eftir mér, heyrði ég sérstaklega talað um tvo gæð-
inga, sem þau áttu. Gerpir var leirljós Hornfirðingur,
glæsilegur hestur og mikill töltari, en Svala var jörp
hryssa frá Litla-Dunhaga. Hafði móðir mín eitt sinn feng-
ið hana í sumargjöf. Svala varð því miður skammlíf, togn-
aði á fæti svo ekki varð um bætt. Varð að fella hana og
var hún jörðuð í Möðruvallatúni. Móðir mín tregaði mjög
24
HUGUR OG HÖND