Hugur og hönd - 01.06.1983, Qupperneq 30
nokkrar hugleiðingar
um brúður
Orðið „brúða” eða „dúkka” merkir í daglegu tali leik-
fangabrúða. Um það er varla nokkur vafi. Brúður geta
þó verið ýmislegt annað, eins og t. d. útstillingarbrúður
eða brúður í brúðuleikhúsi, svo eitthvað sé nefnt. Það
ræðst af samhenginu hverju sinni hvað við er átt.
Leikfangabrúður geta verið margs konar, allt frá glæsi-
legum skrautbrúðum eins og þeirri, sem lýst er í kvæðinu:
„ . . . fallegt, hrokkið hár/hettan rauð og kjóllinn
blár. . .”, til dúkku af einföldustu gerð. Lítil spýta með
nokkrum tuskum vöfðum utan um er barninu ekki síður
kær en sú fallega. Það er ekki útlit dúkkunnar, sem
skiptir megin máli, þegar spurt er hvort um leikfang sé
að ræða eða ekki. Hlutverk hennar sker úr um það: Leik-
fangabrúða er hlutur í mannsmynd, sem barn notar í
leikjum sínum.
Þegar saga og þróun brúðunnar er rannsökuð, má gera
það út frá a. m. k. þrem sjónarhornum. I fyrsta lagi má
kanna úr hverju brúður eru og hvernig þær eru búnar til
í öðru lagi má athuga hvaða manngerðir þær eiga að
sýna, t. d. karl eða konu, dreng eða stúlku, mismunandi
þjóðerni og kynþætti. Síðast en ekki síst má rannsaka hlu-
tverk þeirra í því samfélagi, er þær tilheyra. í þessu grein-
arkorni verður alaðlega fjallað um hið síðasttalda og þá
eingöngu um brúður sem leikfang. Aður en lengra er
haldið er þó ekki úr vegi að gera örlitla grein fyrir for-
sögu brúðunnar og mismunandi hlutverki.
Fornleifafundir sýna að brúður hafa þekkst á elstu
tímum, t. d. meðal egypta, grikkja, rómverja, indíána,
eskimóa og í Austurlöndum. Brúður, sem fundist hafa frá
þessum tímum, eru úr tré, beini, leir eða steini og líkjast
í grófum dráttum mannskepnunni. Ekkert verður fullyrt
um það hvort börn léku sér að brúðum í fornöld, en telja
má nokkuð víst, að upphaflega hafi brúður haft trúarlega
þýðingu, t. d. við forfeðradýrkun. Brúður voru einnig
mikið notaðar við galdraiðkanir. Menn bjuggu til eftirlík-
ingar af óvinum sínum og misþyrmdu síðan brúðunum í
þeirri trú að þannig næðu þeir sér niðri á fyrirmyndinni.
Þetta var sérstaklega áhrifaríkt ef hægt var að útbúa brúð-
una með einhverju, sem tilheyrði óvininum, t. d. hár-
lokki, fatapjötlu eða nögl. Ekki er svo ýkja langt síðan
forfeður okkar lögðu af þennan sið og enn í dag er þessi
notkun brúðunnar við lýði hjá frumstæðari þjóðflokkum.
Nátengd þessari trú á notagildi brúðunnar við galdra-
iðkanir er hlutverk liennar sem heillagripur.
30
Um 1930