Hugur og hönd - 01.06.1983, Síða 32
Þessi raunsæisstefna í framleiðslu leikfangabrúða kom
fram á öðrum sviðum. Fljótlega eftir 1945 komu negra-
dúkkur á Evrópumarkað. Brúður, sem sýndu mismunandi
kynþætti, voru að vísu ekki nýjar af nálinni, því þær voru
vinsælar í Evrópu þegar fyrir aldamótin. En negradúkkur
eftirstríðsáranna endurspegluðu nýja tíma og nýa siði:
Dvöl bandarískra hermanna og bandarísk menningaráhrif
í Evrópu.
Smábarnabrúðurnar héldu vinsældum sínum á eftir-
stríðsárunum. Ahrifin frá Bandaríkjunum komu þó fram
í nýrri gerð brúða eftir 1950, sem naut vaxandi vinsælda.
Þessi nýja brúða var táningabrúðan, sem var ætluð stálp-
uðum krökkum. „Barbie”-dúkkan var dæmigerður fulltrúi
þess lífsstíls sem ríkir hjá bandarísku millistéttarfólki.
Hann endurspeglast t. d. í sérstæðum fatastíl og lífshátt-
um menntaskólaunglinga. Mikilvægast við þessa brúðu er
að eiga sem mest af fjölbreytilegurn fötum. Með tilkomu
„barbie”-dúkkunnar var að mörgu leyti horfið frá raun-
sæisstefnu í útliti brúðanna.
Eftir 1950 var farið að búa til smábarnabrúður, sem
sýndu greinilega hvors kyns þær áttu að vera. Þetta var
liður í þróun barnauppeldisins: fordóma átti að kveða
niður.
Á síðustu árum hafa brúður þróast frá nákvæmum eft-
irlíkingum af manninum yfir í litskrúðugar og mjúkar
tuskudúkkur, sem þola faðmlög og hnjask eigandans.
Um sögu leikfangabrúðunnar hér á landi er lítið vitað,
enn sem komið er. Heimildir um hana eru fáar og dreifð-
ar. Mér vitanlega hefur engin skipulögð rannsókn verið
gerð á þessu áhugaverða efni, svo góðar upplýsingar
liggja ekki á lausu. I bók bókanna um íslenska þjóðhætti
eru brúður afgreiddar í einni setningu: „Stúlkur gerðu sér
brúður úr pjötlum og léku sér að þeim”. (Isl. þjóðh.,
271). Á dögum Jónasar frá Hrafnagili voru menn ekki
farnir að gefa sérstakan gaum að börnum og þeirra dag-
lega lífi. Þess konar barnaáhugi er seinni tíma fyrirbæri.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins hefur sent út spurn-
ingalista um leikföng og er eflaust margar upplýsingar þar
að finna. En niðurstöður úr þeirri könnun liggja ekki fyrir
ennþá.
Eflaust má finna upplýsingar um leikfangabrúður í
æviminningum, gömlum dagblöðum og öðru slíku, en eins
og þegar hefur verið minnst á, eru þær ekki aðgengilegar.
Telja má nokkuð víst, að brúður hafi borist hingað til
lands ekki mikið seinna en um miðja síðustu öld. Ekki
er ótrúlegt að einhverjir þeirra, er fóru utan, hafi haft
með sér eintak heim, ekki síst þar sem brúður nutu vax-
andi vinsælda í Evrópu. Það er að minnsta kosti vitað, að
árið 1874 auglýsir kaupmaður í Reykjavík brúður til sölu.
Ef dæma skal eftir öðrum menningarsögulegum nýjung-
um, hafa brúður fyrst þekkst í kaupstöðum og þaðan
dreifst út á landsbyggðina. Sú dreifing gerist mishratt og
Brúða saumuð af Hall-
fríði Þórðardóttur 1942-4.
Gömul skinnbrúða hefur
verið færð í ný peysuföt.
Hollensk brúða sem get-
ur gengið, frá 1941.