Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 33

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 33
Á fyrstu árum aldarinnar var talsvert flutt inn af dúkku-bollastellum, hér eru nokkur sýnishorn frá ýmsum stöðum á landinu og ennþá eru þau öll vel varðveitt af þriðja eða fjórða ættlið. Flest eru þau frá Þýskalandi. fer eftir efnahag og lífsháttum hverju sinni. Því er ekki að neita, að fallegar dúkkur voru lúxusvara og óvíst að allir hafi verið ginkeyptir fyrir slíku bruðli í óþarfa. Oft var það einhver gestkomandi, sem kom færandi hendi og gaf heimasætunum brúður. Um og upp úr 1910 virðast leikfangabrúður „úr búð” vera komnar á flest heimili. Brúðuhausarnir hérlendis voru líka úr margs konar efnivið, t. d. tré, gleri, gifsi og emeleruðu blikki en búk- arnir úr luskum eða tré. A öðrum tug aldarinnar var brúðuúrvalið orðið nokkuð mikið og hægt að panta þær eftir verðlistum. Af því sem hér hefur verið tínt til um sögu leikfanga- brúðunnar á íslandi má ljóst vera að þar liggur mikill óp- lægður akur, sem þarfnast nánari athugunar áður en það er of seint. Greinarhöfundur hefur mikinn áhuga á að afla upplýsinga um þetta efni og vill því hvetja þá, sem luma á einhverju um gamlar brúður eða vita af gömlum dúkkum, að koma því á framfæri. Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, minjavörður, Safnastofnun Austurlands, Egilsstöðum. Heimildir: Leg og legetdj. Arv og Eje 1978. Dansk kulturhistorisk museumsforen- ing. Viborg 1978. Islenskir þjóðhættir. Jónas Jónasson frá Hrafnagili. ísafold. Reykjavík 1961. HUGUR OG HÖND 33

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.