Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 62

Hugur og hönd - 01.06.1983, Side 62
prjónað barnavesti Stœrð: 5-10 mán. Efni: Plötulopi, hvítur 50 gr. Ein- girni, lilla og bleikt. Tveir prjónar nr 3.5 og 4. 1 tala. Ath. snið á sniðörk. Munsturprjón Prjónið 3 umf sl með hvítu. 4. umf með bleiku: 1 L sl. x Haldið bandinu fyrir aftan L og takið L óprj sl framaf. 1 L sl. x Endurtakið pr út. 5. umf með bleiku: 1 L sl. x Haldið bandinu fyrir framan L og takið L óprj br framaf, 1 br. x Endurtakið pr út. Prjónið 4 umf sl með hvítu. Endur- takið 4. umf og 5. umf með lilla litnum. Prjónið þessar tvær umferðir til skiptis með bleiku og lilla og 4 umf með hvítu á milli. Byrjað á ermi: Fitjað upp 42 L á tvo prjóna. Pr 14 umf. Aukið út í báðum hliðum. 2 x 1 L og 1 x 2 L. Aukið síðan út fyrir: Fram- og bakstykki. 24 L hvoru megin. Þegar stk. mælist 10.5 cm er miðjan merkt með band- spotta. Prj nú hv stk fyrir sig. (49) L. Vinstra framstykki: Byrjið við miðju merkinguna. Fellið af í byrjun hvers prjóns fyrir hálsmáli 1 x 4 L, 1 x 2 L, 2 x 1 L. Prjónið þar til framstk mæl- ist 12 cm. (Sjá snið). Fellið laust af. Hœgra framstykki: Fitjið upp 41 L og prj eins og v framstk en aukið út hægra megin (hálsmálsm) 2 x 1 L, 1 x 2 L og 1 x 4 L. Leggið til hliðar. Bakstykki: Byrjið við hálsmálið. Fell- ið af 3 x 1 L. Prjónið þar til bakstk mælist 12 cm. (Sjá snið). Merkið miðju bakstk með bandspotta. Prjón- ið áfram jafn margar umferðir og hinum megin við miðjumerkinguna en aukið út 3 x 1 L hálsmálsmegin. Sameinið nú fram- og bakstykki. Prjónið allar lykkjurnar eins og áður (sjá snið). Fellið af 24 L hvoru megin og takið úr við handveg I x 2 L og 2 x 1 L hvoru megin. Prjónið ermina eins og hina (42 L) og fellið laust af. Frágangur: Gangið frá öllum Iausum endum. Takið upp 56 L í hálsmálinu á pr nr 3,5 og prj 2 garða. Takið upp 96 L neðan á vestinu og prj tvo garða. Fellið laust af. Saumið töluna á og búið til litla lykkju hinum megin. Þetta vesti getið þið líka prjónað með garðaprjóni úr af- göngum t. d. kambgarni eða bómull- argarni. F. K. 62 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.