Hugur og hönd - 01.06.1985, Side 5

Hugur og hönd - 01.06.1985, Side 5
sjö burstum. Á þýfðu túninu eru konur og karlar að heyvinnu, heybandslest á leið heim bæjartraðir, húsdýr á víð og dreif og ýmislegt fleira. Hver nálþráður í myndunum er unn- inn afÞórdísi. Þær eru báðar frábærlega vel gerðar, hvert smáatriði nákvæmlega útfært. Auk þess eru þær ágæt heimild um störf og starfshætti sem tíðkuðust á íslenskum sveitabæjum fram yfir síð- ustu aldamót. Verk Þórdísar Egilsdóttur eru áþreif- anleg dæmi um hvernig nýta mætti ís- lenska ull í einstætt, eftirsóknarvert efni til að vinna úr margs konar heim- ilis- og listiðnað. Sigríður Halldórsdóttir 1. og 3. Tvær útsaumaðar myndir, af ís- lenskrí baðstofu og íslenskum sveitabæ. unnar af Þórdísi Egilsdóttur. Þær eru saumaðar með listsaumi úr íslensku ullarbandi, og vann Þórdís það allt sjálf: hærði, kembdi, spann og litaði, að mestu með jurtalitum. Fyrirmyndir teiknaði Ríkarður Jónsson eftir hennar fyrirsögn. Baðstofumyndina hafði Þórdís lokið við 1930, og var hún á landssýningu á heimilisiðnaði í Reykjavík það ár. Mynd- in af sveitabænum er nokkru yngri, frá 1938. Báðar voru þessar myndir í deild íslands á heimssvningunni í New York 1939. íslenska ríkið keypti myndirnar árið 1944. Mun baðstofumyndin síðan hafa liangið í húsakynnum forseta Islands á Bessastöðum, en myndin af sveita- bænum verið í vörslu Þjóðminjasafns íslands. Stærð myndanna er 107x129 og 102x138,5 cm án ramma. Breidd ramma er 7 cm. E. E. G. 2. Langsjal prjónað úr tvinnuðu togi, jurta- lituðu. Þjms. Listiðnaðarsafn 162. 4. Þríhyrna prjónuð úr tvinnuðu þelbandi, jurtalituðu í röndum. Þjms. 1978:136. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson. Á kápu Hugar og handar 1978 er mynd af togsjali eftir Þórdísi í eigu Búnaðarfélags tslands. HUGUR OG HÖND 5

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.06.1985)
https://timarit.is/issue/406975

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.06.1985)

Handlinger: