Hugur og hönd - 01.06.1985, Síða 5
sjö burstum. Á þýfðu túninu eru konur
og karlar að heyvinnu, heybandslest á
leið heim bæjartraðir, húsdýr á víð og
dreif og ýmislegt fleira.
Hver nálþráður í myndunum er unn-
inn afÞórdísi. Þær eru báðar frábærlega
vel gerðar, hvert smáatriði nákvæmlega
útfært. Auk þess eru þær ágæt heimild
um störf og starfshætti sem tíðkuðust á
íslenskum sveitabæjum fram yfir síð-
ustu aldamót.
Verk Þórdísar Egilsdóttur eru áþreif-
anleg dæmi um hvernig nýta mætti ís-
lenska ull í einstætt, eftirsóknarvert
efni til að vinna úr margs konar heim-
ilis- og listiðnað.
Sigríður Halldórsdóttir
1. og 3. Tvær útsaumaðar myndir, af ís-
lenskrí baðstofu og íslenskum sveitabæ.
unnar af Þórdísi Egilsdóttur. Þær eru
saumaðar með listsaumi úr íslensku
ullarbandi, og vann Þórdís það allt sjálf:
hærði, kembdi, spann og litaði, að mestu
með jurtalitum. Fyrirmyndir teiknaði
Ríkarður Jónsson eftir hennar fyrirsögn.
Baðstofumyndina hafði Þórdís lokið
við 1930, og var hún á landssýningu á
heimilisiðnaði í Reykjavík það ár. Mynd-
in af sveitabænum er nokkru yngri, frá
1938. Báðar voru þessar myndir í deild
íslands á heimssvningunni í New York
1939.
íslenska ríkið keypti myndirnar árið
1944. Mun baðstofumyndin síðan hafa
liangið í húsakynnum forseta Islands á
Bessastöðum, en myndin af sveita-
bænum verið í vörslu Þjóðminjasafns
íslands.
Stærð myndanna er 107x129 og
102x138,5 cm án ramma. Breidd ramma
er 7 cm.
E. E. G.
2. Langsjal prjónað úr tvinnuðu togi, jurta-
lituðu. Þjms. Listiðnaðarsafn 162.
4. Þríhyrna prjónuð úr tvinnuðu þelbandi,
jurtalituðu í röndum. Þjms. 1978:136.
Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson.
Á kápu Hugar og handar 1978 er mynd af
togsjali eftir Þórdísi í eigu Búnaðarfélags
tslands.
HUGUR OG HÖND
5