Hugur og hönd - 01.06.1985, Qupperneq 6
ENDURHEIMT KIRKJULIST
Eftir áratuga fjarvistir úr Þing-
eyrakirkju í Austur-Húnavatns-
sýslu eru Kristur og postularnir
tólf komnir aftur til síns heima. Þar
standa þeir allir hver á sínum stalli
merktir nafni eins og þeir komu úr
höndum Sveins Ólafssonar, myndskera
í Reykjavík, sem á tveimur árum
endurskóp þá eftir upprunalegri gerð
þeirra.
1.
Sveinn skar allar myndirnar úr
samanlímdri gæðaeik, fór með þær
norður í Sveinsstaðahrepp að verki
loknu og kom þeim fyrir á sínum stað á
milli pílára framan á kirkjulofti Þing-
eyrakirkju. Postularnir standa þar með
tákn sín í höndum sex hvorum megin,
en í miðju Kristur undir bogaverki.
Vígslu hlaut þetta einstæða verk við
messu 12. júní 1983.
Þingeyrar
Forsaga þessa er sérstök. Hulda Stef-
ánsdóttir, fyrrum kennari og skólastjóri
húsmæðraskólans á Blönduósi um ára-
bil, nú búsett í Reykjavík, vel ern í
hárri elli, flutti búferlum að Þingeyrum
vorið 1923, en maður hennar, Jón S.
Pálmason, hafði fest kaup á jörðinni
nokkrum árum áður. Þau hjón ráku þar
búskap alllengi og áttu þar heimili allt
til ársins 1976.
„Þingeyrar hafa eitthvað við sig sem
maður finnur ekki annars staðar,“ segir
Hulda, sem strax þótti mikið til staðar-
ins koma. Kirkjan eignaðist þó heiðurs-
sess í huga hennar, og ekki að undra því
að hún er fallegt hús, prýtt fágætum og
fögrum búnaði, m. a. altaristöflu úr ala-
bastri, prédikunarstól og skírnarfonti
sem skarta himni yfir. Húsmóðirin unga
á Þingeyrum heyrði þó fljótlega á tali
sveitunganna, einkum þeirra eldri, að
kirkjan væri nú bara'svipur hjá sjón.
„Það er nú ekki mikið að sjá kirkjuna
núna eftir að postularnir eru farnir,“
sagði gamla fólkið. „Þeir voru svo fal-
legir og allir í litklæðum.“
„Það tók mig allmörg ár að fá vitn-
eskju um hvar útskornu trémyndirnar
voru,“ segir Hulda nú. En hún átti eftir
að komast að því að þær höfðu verið
seldar ásamt fleiri gripum úr kirkjunni á
meðan hún var bændakirkja og fylgdi
jörðinni.
Tilurð þeirra er talin nátengd þeim
manni sem gerði Þingeyrar að kirkju-
jörð. Sá var Lauritz Gottrup, lögmaður
og umboðsmaður konungs, en jörðin
var áður klausturjörð, hin fyrsta á land-
inu allt frá árinu 1133. Gottrup lét
byggja kirkju á Þingeyrum um alda-
mótin 1700. Þetta var vegleg timbur-
kirkja og sagt var að Friðrik konungur
IV hefði gefið timbrið í kirkjuna en lög-
maður kostað hana að öðru leyti. Gott-
rup lét gera og gaf síðan kirkjunni ýmsa
gripi, svo sem áðurnefndan prédikun-
arstól og skírnarfont sem eru með
nöfnum hans og konu hans og ár-
tölunum 1696 og 1697. Silfurkaleikur,
kanna og oblátudósir eru í eigu kirkj-
unnar og allt merkt Gottrupsfjölskyld-
unni. Talið er að Gottrup hafi einnig
látið gera og gefið Kristsmyndina og
postulana tólf sem komið var fyrir á bita
milli kórs og framkirkju í Gottrups-
kirkju. Gerð var úttekt á kirkjunni árið
1720 og voru myndirnar þar þá. Ekki er
kunnugt um höfund þeirra, en líklegast
er að þær séu gerðar erlendis.
Ný kirkja
Kirkjan komst í einkaeign skömmu
eftir aldamótin 1800, en um það leyti
keypti Björn Ólsen jörðina. Arið 1860
varð Ásgeir Einarsson alþingismaður
eigandi að Þingeyrum og hóf fljótlega
byggingu þeirrar kirkju sem nú stendur.
Þótti honum gamla kirkjan orðin
hrörleg, þrátt fyrir endurbætur í tíð
Björns Ólsen. Asgeir afréð að byggja
kirkjuna úr steini og þar sem grjót var
ekkert heima fyrir var það sótt átta kíló-
metra leið úr Nesbjörgum þar sem
Þingeyrar áttu land og flutt yfir ísilagt
Hópið á sleðum. Þegar komið var að
austurbakkanum tóku járnaðir uxar við
og drógu sleðana yfir melana heim. Ás-
geir varðveitti alla kirkjumuni af mestu
alúð og lét setja postulana framan á
kirkjuloftið. Kirkjan var í smíðum í 13
ár, vígð í september 1877. Vitað er að
allir gömlu gripirnir voru í henni þá.
Hermann Jónasson keypti jörðina af
erfingjum Ásgeirs og bjó á Þingeyrum í
9 ár fram til ársins 1894. Hermann seldi
ýmsa muni sem kirkjan átti. Talið er að
postulamyndirnar hafi verið þar á
meðal og að Jón konsúll Vídalín hafi
keypt þær af honum.
Hulda Stefánsdóttir komst loks að
því að tréskurðarmyndirnar voru
komnar á Þjóðminjasafnið og varð-
veittar þar í svonefndu Vídalínssafni.
Þangað voru þær gefnar 1908 og höfðu
þá verið settar á skáp sem augsýnilega
er smíðaður fyrir þær. Litadýrðin forna
sést ekki lengur, því að nú eru mynd-
irnar allar dökkbæsaðar.
Hulda hafði hug á því að Kristur og
postularnir fengjust aftur heim í Þing-
eyrakirkju og nefndi það við Matthías
Þórðarson, þjóðminjavörð, og síðar dr.
Kristján Eldjárn er hann gegndi starfi
þjóðminjavarðar, en báðir aftóku að
verkin væru flutt úr Þjóðminjasafninu.
Dr. Kristján lagði hins vegar til að gerð
yrði eftirmynd þeirra og flutt í kirkjuna.
Útskurðurinn hefst
„Það varð úr,“ segir Hulda, „og ég
samdi við Svein Ólafsson myndskera
2.
um að taka verkið að sér.“ Sveini voru
síðan lánaðar tvær og tvær myndir í
einu úr Þjóðminjasafni og vann hann
eftir þeim nákvæmar eftirlíkingar.
Hver um sig eru postularnir nálægt 48
cm á hæð og Sveinn gerði þá á tveimur
árum með öðrum verkefnum.
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað
þetta var mikið verk, þegar ég tók það
að mér,“ segir Sveinn. Hann þurfti að
leysa ýmis vandamál, eins og að laga
nafnarugling á fótstöllum postulanna,
því að hver og einn þeirra er merktur
nafni, sem og að útbúa þeim tákn í
hendur, en þau eru sum hver brotin og
horfin á gömlu myndunum. Björn Th.
Björnsson listfræðingur var ráðgjafi
Sveins við þetta og fylgdist með verkinu
frá upphafi. Einnig liðsinntu dr.
Kristján Eldjárn og Þór Magnússon
þjóðminjavörður Sveini dyggilega.
HUGUR OG HÖND