Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 17

Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 17
Kirkjutextílarnir voru allir ofnir í vef- stofu hennar í Helsinki. Messuklæðin skipta hundruðum, þar á meðal eru fjórar biskupahempur, allar hinar mestu gersemar. En það var samvinna Doru Jung við Tampella-iðnfyrirtækið, sem gerði það að verkum að list hennar náði til hins breiða fjölda og verk hennar urðu al- menningseign. Hún hafði alla tíð mik- inn áhuga á iðnhönnun, og var tvímæla- laust einn þeirra listamanna á Norður- löndum, sem opnuðu augu manna fyrir því að listiðnaður getur verið háþróuð list, og um leið aflgjafi fyrir iðnaðinn. Margir textílar sem hún hannaði fyrir Tampella hlutu viðurkenningu á al- þjóðlegum sýningum. Hún fékk gull- verðlaun á heimssýningunni í París 1937 og Grand Prix-verðlaunin í Mílanó þrisvar sinnum í röð, auk margra nor- rænna verðlauna. Dúkar hennar, gluggatjöld og áklæði, framleidd af Tampella, eru enn mjög eftirsótt vara. Hún hannaði einnig textíla fyrir stofn- anir og fyrirtæki, þar á meðal mörg hót- el í Finnlandi, ráðhúsið og háskólann í Helsinki og Finnair. Flestir munu vera þess sinnis, að menningarlegt samstarf og samskipti þjóða á milli séu af hinu góða. Hitt er svo annað mál, að efndir eru ekki alltaf í samræmi við alþjóðlegar yfirlýsingar í þessum efnum eða gagnkvæma menn- ingarsáttmála, sem einstaka þjóðir gera sín í milli. Hvaða akkur kynni til dæmis að vera í því að senda á milli landa sýn- ingu eins og þá, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni? Um hlut Doru Jung í finnskri listþróun þarf að vísu enginn að efast, sem sýninguna ber augum, og er það efni í sjálfu sér fróðlegt; lista- konan ber þar ekki aðeins vitni sjálfri sér. En mætti ekki líta svo á, að lífsverk eins og það sem Dora Jung lét eftir sig og hér blasir við, feli í sér hvatningu og ögrun, sem ekki séu endilega bundnar þjóðernislegum landamerkjum. Per- sónulega fannst mér þessi sýning hval- reki í ljósi þess hvar umræða hér á landi um gildi hönnunar er á vegi stödd. Hér, þar sem menn eru enn að spyrja þess, hvort Islendingar kunni að nota sköpunargáfuna, hugvitið og listina í þágu einhvers annars en listarinnar sjálfrar, til dæmis í hinn mjög svo óskáldlega iðnað. Þeir, sem standa fyrir iðnaði og ýmiss konar framleiðslu í Finnlandi, svöruðu slíkum spurningum fyrir löngu. Þeir leituðu til listamanna, - ekki eingöngu hönnuða, heldur og skálda og hvers konar myndlistarmanna - og sóttu þangað hugmyndir og heimspeki. Starf Doru Jung byggðist á því, að allur akur- inn var plægður og ekki bara lítill skiki eins og hér vill oft verða. Þóra Kristjánsdóttir Handunnir skartgripir með íslenskum steinum JehJ (juijcwAMn gullsmiður Pósthússtræti 13 S 12392 Suðurver S 36778 HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.