Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 18

Hugur og hönd - 01.06.1985, Page 18
VORKOMA RÚNU Mér finnst refilsaumur merki- legur og myndrænn saumur. Hann gefur möguleika til myndsköpunar líkt og myndvefnaður, jafnvel meira frelsi, nema ef til vill fyrir þá sem orðnir eru mjög leiknir í vefnað- arlistinni, segir myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna. Sjálf hefur hún reyndar ekki saumað refilsaum enn sem komið er, en Heimilisiðnaðarfélag ís- lands hafði ákveðið að sýna refilsaum á Heimilisiðnaðarþinginu í Tromsö í Noregi árið 1980, og leitaði í því tilefni til Rúnu til þess að fá hjá henni mynd sem nota mætti sem fyrirmynd að refil- saumuðu teppi. 18 Heimilisiðnaðarþingin eru haldin á þriggja ára fresti, og velja þá heimilis- iðnaðarfélög landanna ákveðin verk- efni sem þau taka fyrir og kynna á þing- unum. Heimilisiðnaðarfélag íslands hafði ákveðið að kynna refilsaum og augnsaum á þinginu í Tromsö en refil- saumur var saumaður á íslandi um aldaraðir. Fyrst er hans getið í heimild árið 1550, en hann mun hafa verið saumaður hér fyrr þótt lítið hafi fundist af refilsaumuðum hlutum. Það sem til er á söfnum er aðallega frá miðöldum. Fyrir sýninguna í Noregi ákvað Heimilisiðnaðarfélagið að efna til námskeiðs í refilsaumi auk þess sem farið var fram á við Rúnu að hún teikn- aði mynd sem sauma mætti með refil- saumi. Nokkur útsaumsverk, afrakstur námskeiðsins, voru sýnd í Tromsö auk myndarinnar eða teppisins Vorkomu eftir Rúnu, sem Anna Höskuldsdóttir var fengin til að sauma. Skoðuðu gömul klæði á Þjóðminja- safninu Við hittum Rúnu í Heimilisiðnaðar- skólanum og virtum fyrir okkur teppið, HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.