Hugur og hönd - 01.06.1985, Síða 19

Hugur og hönd - 01.06.1985, Síða 19
sem þar hangir uppi, á meðan hún sagði frá: „Eftir að leitað var til mín og ég beðin um mynd,“ segir Rúna, „fór ég að velta fyrir mér hvers konar mynd hæfði best þessum saumi. Eftir að ákveðið hafði verið að Anna Höskuldsdóttir saumaði myndina fórum við fljótlega að tala saman um verkið, og ég man að við fórum á Þjóðminjasafnið og skoðuðum þar refilsaumuð klæði til þess að gera okkur betur grein fyrir möguleikunum sem saumurinn hefur upp á að bjóða. Klæðin á Þjóðminjasafninu eru öll fíg- úratív, og mér fannst vel við hæfi að þetta teppi yrði það líka.“ Teppið er 80x182 cm að stærð og saumað í bláan ullardúk frá Álafossi. Rúna segist fyrst hafa verið að velta fyrir sér, hvort hún gæti notað hvítan eða ljósan lit í grunninn, en svo hafi sér fundist blái liturinn táknrænni fyrir ísland. „Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef skoðað teppið, og mér finnst núna að það hefði ef til vill verið enn skemmtilegra að grunnurinn hefði verið fylltur, eins og gert var á gömlu klæðunum. En liturinn á voðinni er fal- legur og í samræmi við þann íslenska blæ sem ég vildi reyna að gefa teppinu,“ segir Rúna. Rúna gerði nákvæma litaskissu að myndinni og auk þess teikningu í fullri stærð. „Það var mikið nákvæmnisverk að teikna á voðina. Svona fígúrur eru vandmeðfarnar,“ segir Anna. Garnið líkast litum Gamið, sem myndin er saumuð með er jurtalitað kambgarn og eingirni, auk þess sem nokkuð er notað af hör. Hár kvennanna á myndinni og augu er saumað með svörtu togi, og Anna skýtur inn í: „Togið spann Sigríður Halldórsdóttir skólastjóri fyrir mig, en það var af svartri kind, sem ég átti. Eitt- hvað alveg sérstakt þurfti í augun, því þau eru svo ákveðin. Ég verð að viður- kenna að það var með því flóknara í saumaskapnum að fá línurnar í hárinu nógu léttar.“ „Það er alveg ótrúlegt, hvað hægt er að fá af garni. Það er gríðarlega fallegt, og jafn gaman að gramsa í því og að gramsa í litum,“ bætir Rúna við. -Hafa fleiri myndir eftir þig orðið fyrirmyndir að útsaumi? „Nei, ég held að ekki hafi verið unnið neitt þessu líkt eftir myndunum mínum fyrr eða síðar,“ segir Rúna. —Og Önnu spyrjum við hvorthún gœti hugsað sér að sauma aðra mynd álíka? „Ég myndi gjarnan vilja vinna aðra mynd með Sigrúnu. Það var sérstaklega gaman að vinna að þessu verkefni. Þau hjón komu oft til mín og við áttum skemmtilegar stundir saman yfir mynd- inni, á meðan ég var að sauma hana.“ „Það er vandaverk að færa blæbrigði málaðrar myndar yfir í saumað teppi en Anna vann verkið af mikilli alúð og skilningi,“ segir Rúna. Rúna segist ekki muna nákvæmlega hvaðan hugmyndin sé komin að mynd- inni á teppinu, en á því má sjá þrjár konur og litla telpu, fugla, blóm og fjöll. Myndin heitir Vorkoma eins og áður hefur komið fram, og nú er það Gestur Þorgrímsson, maður Rúnu, sem grípur fram í: „Ég man að þú fékkst hugmyndina að myndinni niðri við Tjörn. Þar eru alltaf konur á öllum aldri, krakkar og mikið fuglager. . Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna Listakonuna Rúnu er nær óþarft að kynna, svo þekkt er hún af verkum sínum. Hún erfædd í Reykjavík, stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1942 til 1945 og síðan við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1946-1947. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið margar einkasýningar, þá fyrstu árið 1968, en tók fyrst þátt í samsýningu árið 1950. í ár, 1985, hefur hún unnið að veggskreytingu í Hásselbyhöll í Svíþjóð í samvinnu við mann sinn Gest Þor- grímsson. Frá miðju sumri 1985 voru þau hjón í Sveaborg í Finnlandi, þar sem þeim bauðst að dveljast og vinna um hálfs árs skeið. Rúna vann þar meðal annars að því að teikna myndir á flísar fyrir þýska stórfyrirtækið Villeroy & Boch sem gerði við hana samning vorið 1985 um skreytingar á flísum sem framleiddar verða fyrir heimsmarkað á næstu árum. Anna M. Höskuldsdóttir Anna stundaði nám við Bergenholtz Dekoration Fagskole í Kaupmanna- höfn 1961-1962. Hún lauk kennara- prófi úr Handavinnudeild Kennara- skóla íslands árið 1971. Anna hefur verið stundakennari við Heimilisiðnað- arskólann frá 1978. Fríða Björnsdóttir 1. Hluti af Vorkomu. 2. Vorkoma, refilsaumað veggklæði, 80x181 cm. Ljósmyndir: Guðmundur Ingólfsson. 2. HUGUR OG HÖND 19

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.