Hugur og hönd - 01.06.1985, Qupperneq 30

Hugur og hönd - 01.06.1985, Qupperneq 30
HANDOFNAR MUNNÞURRKUR egar pappírsþurrkur þóttu orðnar óheyrilega dýrar, urðu þessar ofnu munnþurrkur til. Litir voru valdir við bollastell eigand- ans. Auðvelt ætti að vera fyrir hvaða vefara sem er að feta í fótsporin, velja liti eftir eigin bollum og breyta köflum. Sumum kann að vaxa í augum að þurfa að þvo og strauja, öðrum finnst það ekki umtalsvert, en njóta þess í stað að búa til og nota góða gripi. Vend: Einskefta. Uppistaða og ívaf: Tvistur nr. 8/2 frá Marks, blár nr. 364, grænn nr. 386 og óbleiktur. Skeið: 45/10, 1 þráður í hafaldi og 2 þræðir í tönn. Breidd ískeið: 28,5 cm. Þráðafjöldi: 256. Ofin er jafnþráða voð eða 9 fyrirdrög á cm og litum raðað eins og í uppistöðu. Gera þarf ráð fyrir um 1,5 cm í hvern fald, þannig að hver munnþurrka er ofin um 31,5 cm löng. Ofið er með bláu í faldana. í f2 munnþurrkur þarf að rekja um 5 m langa slöngu. í hana fara um 110 g af óbleiktum tvisti, 45 g af bláum og 35 g af grænum. ívafið vegur heldur minna. Tvisturinn er seldur í 250 g rúllum, í hverri eru um 1600 m. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson. Rakningslisti Hvítur 1 2 1 1 140 1 1 2 1 = 150 bræðir Blár 28 1 1 28 = 58 þræðir Grænn 1 22 1 1 22 1 = 48 þræðir samt. 256 þræðir 30 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.