Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 4

Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 4
Leikbrúðnr og stýritœki. Jón E. Guðmundsson og „íslenska brúðuleikhúsið" „íslenska brúðuleikhúsið" er starfrækt í bílskúr við Flyðru- granda í Reykjavík. Þar er öllu haganlega íyrir komið, leiksviði með tækjum og tólum sem til- heyra leikbrúðusýningum, leik- brúðum stillt upp í röðum við báða hliðarveggi, hver brúða sjálfstætt listaverk unnið af miklu listfengi og vandvirkni. Fíngerð stjórntæki leikbrúðanna eru mik- il völundarsmíð, engin tvö eru eins. Á gólfinu eru 30 litlir stólar, því áhorfendur í brúðuleikhús- inu eru flestir börn. Þarna er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja en þegar leik- brúðusýningin hefst opnast á- horfendum töfraheimur, og í huganum er ferðast um óravíddir ævintýranna þegar þeir horfa á brúðurnar leika listir sínar af þvílíkri leikni að galdri er líkast. Þetta er ríki Jóns E. Guð- mundssonar leikbrúðumeistara, myndlistarmanns og mynd- menntarkennara. Jón E. Guðmundsson fæddist á Patreksfirði 1915. Strax á unga aldri var hann ákveðinn í því að verða myndlistarmaður, mesta á- hugamál hans var að teikna, mála og skera út myndir, annað komst varla að. Ekki er ólíklegt að þetta áhugamál Jóns hafi átt sinn þátt í því að foreldrar hans ákváðu árið 1932 að þau skyldu öll flytja til Reykjavíkur, þar myndi Jón geta komist í skóla til myndlistarmanna og í snertingu við margs konar myndlist. Þegar Jón kom til Reykjavíkur opnaðist honum nýr heimur. Hann fór í skóla til þeirra Björns Björnssonar teiknara og Marteins Guðmundssonar myndskera og var í læri hjá þeim tvo vetur. Marteinn sá útskurð sem Jón hafði gert í tré, leist vel á og bauð Jóni skömmu síðar vinnuaðstöðu á verkstæði sínu. Af Marteini lærði hann margt varðandi út- skurð í tré, m.a. efnisfræði, al- gengustu vinnubrögð og tækni. Jón var einnig í kvöldskóla í myndlist sem listmálararnir Jó- hann Briem og Finnur Jónsson ráku í nokkur ár. Með skólanum vann Jón að list sinni og notaði til þess hverja stund sem gafst. Jón er félagslyndur maður, hann kynntist fljótt mörgum myndlist- 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.