Hugur og hönd - 01.06.1993, Page 7
jafnvel úr ýsubeini. Hár, auga-
brúnir og skegg eru úr ull, hampi
og öðrum efnum. Andlitið er
loks málað til að ná fram enn
sterkari leikáhrifum. Hendur eru
oftast skornar út úr tré, stundum
úr heilum viðarbút, stundum
samsettar. Bolur og útlimir
7. Listamaðurinn með tréskurðarmynd
sína „Fugl ogfiskur
strengjabrúðunnar eru aðallega
úr tré sem tengt er með lykkjum
og krókum, oft mjög fíngerð og
flókin smíði. Það sama má segja
um stýrivirki leikbrúðanna, frá
þeim liggja nælonþræðir til
þeirra hluta leikbrúðanna sem
eiga að vera hreyfanlegir. Þá þarf
að sauma leikbúninga, búa til
skó og annað sem tilheyrir við-
komandi persónu.
Vinnustofa Jóns er í litlu kjall-
araherbergi sem tilheyrir íbúð
hans. Þar er öllu vel fyrir komið.
Við annan hliðarvegg herbergis-
ins er fjöldinn allur af leikbrúð-
um sem festar eru á skipulegan
hátt þannig að auðvelt er að
skoða hverja og eina. Við hinn
hliðarvegginn er listilega falleg-
um útskurði Jóns komið fyrir á
hillum. Á og við hefilbekk sem
er fyrir gafli herbergisins er
verkfærum og tækjum komið
snyrtilega fyrir. í herberginu eru
líka nokkrir fallegir birkibolir
sem verið er að þurrka, en Jón
notar mest birki við smíðar og
útskurð. í þessu umhverfi skapar
Jón leikbrúður sínar, útbýr leik-
tjöld og leiksviðsbúnað og þar
vinnur hann einnig við útskurð,
teiknun og málun.
Jón E. Guðmundsson er braut-
ryðjandi brúðuleikhúss á íslandi.
Nú er leikbrúðugerð og leik-
brúðuleikur orðinn gróskumikill,
lifandi þáttur í íslenskri list-
menningu. Flestir þeirra sem hér
starfa á þessu sviði hafa ein-
hverntíma farið í smiðju til Jóns
og þegið hjá honum leiðbein-
ingar og góð ráð. Hann hefur á-
nægju af að miðla öðrum af
þekkingu sinni og reynslu og
gleðst yfir velgengni annarra sem
starfa með leikbrúður. Jón hefur
kennt leikbrúðugerð við miklar
vinsældir á mörgum námskeið-
um hérlendis og erlendis.
Jón útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskólanum sem
myndmenntarkennari vorið
1952. Hann kenndi síðan mynd-
mennt við Miðbæjarskólann og
Austurbæjarskólann í um 30 ár.
Einnig málar hann mikið og hef-
ur haldið fjölmargar sýningar á
málverkum sínum, grafíkmynd-
um og útskurði.
Þórir Sigurðsson
Ljósmyndir: Sverrir Vilhelmsson.
HUGUR OG HÖND
7