Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 10
Andlitin á styttum Sæmundar
eru fíngerð, haka oftast oddmjó,
augun stór og stundum skásett,
máluð með þykkri málningu,
ýmist græn, blá eða grá. Auga-
brúnir eru oft gerðar úr jurtum,
um tíma hafði hann þær úr
krónublöðum morgunfrúarinnar.
Velflestar eru verurnar með löng
bráhár og Sæmundur borar fyrir
hverju og einu þeirra og límir
föst. Hvaðan þau eru fengin? Úr
gömlum sópi heimilisins, svört
og gljáandi. Munnarnir eru frem-
ur litlir, varir þunnar, rauðmál-
aðar og nef fínleg.
Hárið er gert úr fjölda kopar-
teinunga. Þeim er stungið í bor-
holur hverjum fyrir sig. „Hár-
greiðslan" er svo á ýmsa vegu,
stundum stendur hárið í allar áttir
eins og geislabaugur og Sæ-
mundur segir frá því að á þeim
hárprúðustu séu jafnvel milli
fjögur og fimm hundruð vírhár.
Oftast er „hárið“ beygt til og þá
tíðum falið undir lituðum efn-
ismassa, svo að veran ber blátt,
gult eða rautt hár sem hefur
myndrænt form. Massinn er
gerður úr lími og sagi og saman
við límgrautinn er hrært litarefni.
Þessu smyr Sæmundur á vír-
grindina og mótar þannig hárið
á fólkinu sínu. Myndarlegar geir-
vörtur, bleikar, rauðar eða brún-
ar eru sérmerki listamannsins og
kvenfólkið sem hann skapar er
margfaldur hópur á við karlana.
Þá skreytir Sæmundur suma
hverja með bút af ýsuroði og á
öðrum fígúrum hans er þang eða
laufblöð, sem hann þurrkar undir
fargi áður en hann festir þau á.
Gamansemi
Sæmundur Valdimarsson reyn-
ir vísvitandi að gera stytturnar
sínar glaðlegar, segist ekki vilja
að þeim sjálfum líði illa né nein-
um þeim sem umgengst þær.
Svipurinn er hreinn og bjartur á
fjörufólki Sæmundar, sumt er
sakleysið og hreinskilnin upp-
máluð.
Enginn gengur þess dulinn,
sem virt hefur fyrir sér einhver
verk eftir hann, að stutt er í
glettnina. Hann leyfir sér líka
10
HUGUR OG HOND