Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 18

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 18
um vefnaðar, var aðaláhugamál hans hinn síðari hluta ævinnar... honum var mikil ánægja að því, að hjer komust á námskeið í vefnaði hjá Heimilisiðnaðarfje- laginu“. Og Heimilisiðnaðar- félagið sýndi Gunnari þann sóma að gera hann að heiðursfélaga á aðalfundi 1932, en þá var stutt í andlát hans. Gunnar Hinriksson vefari lést í Reykjavík í ágúst 1932. Hann var jarðaður, fyrstur manna, í Fossvogskirkjugarði og var garðurinn vígður um leið. Það má líta á sem sérstakan virðingarvott við heiðursmann. Ofinn renningur Ég nefndi hér í byrjun að ég hefði fengið í hendur renning, ofinn og gefinn Þjóðminjasafni af Gunnari Hinrikssyni. Renningur- inn lætur í sjálfu sér ekki mikið yfir sér, en þegar farið er að rýna í hann kemur í ljós að í honum er fólgin mikil hugkvæmni. Inn- dráttur í höföld er eins einfaldur og hugsast getur, (líklega) beinn á fjögur sköft, samt eru um 15 mismunandi sýnishorn ofin í renninginn. Þau eru gerð með mismunandi stigi (mismunandi bindingum) og leik að litum. Renningurinn er um 188 cm langur og 86 cm breiður, ofinn úr tvisti, bæði í uppistöðu og ívafi. Litir í uppistöðu eru tveir, til skiptis 2 svartir og 8 brúnir og eru nú 13,6 þræðir á cm. Að öllum líkindum hefur verið rakið af 10 balbínum og dregið í gamla 100 tanna skeið, þ.e. 100 tennur á einu kvartili eða 15,7 cm, tveir þræðir í hverri tönn. ívafið er með fimm litum, en aðeins einn eða tveir litir í hverju sýnishorni. Litirnir eru brúnn, svartur, hvítur, gulur og grænn. ívafið er misþétt í sýnishornun- um, frá um 12,5 fyrirdrög á cm. Hvernig stigið var á skammel þegar renningurinn var ofinn, er ekkert hægt að segja neitt ákveðið um, aðeins hvernig það gæti hafa verið. í gömlu íslensku vefstólunum mun hafa verið regla að binda aðeins eitt skaft af fjórum í hvert skammel, sem einnig voru bara fjögur. Stigið var með báðum fótum, oftast lækkuð tvö sköft (hvort á eftir öðru) fyrir hvert fyrirdrag, s.s. í einskeftu, vaðmáli og klæðisvend og stundum eitt eða þrjú eins og í vormeldúk. Öll sýnishornin í renningi Gunnars væri hægt að vefa þannig, og líklegast að þannig hafi verið stigið ef hann hefur notað óbreyttan íslenskan vefstól. Hafi hann aftur á móti notað vefstólinn sem hann situr í á meðfylgjandi mynd, hefur hann þurft að binda upp allt að 8 skammelum, t.d. fyrir III, IV og VIII sýnishorn. Vefstóll Gunnars virðist nefnilega vera með svo- kallaðri gagnbindingu, sem er fullkomnari útbúnaður á teng- ingu skafta og skammela og allt annar en var á gömlu íslensku vefstólunum, en þykir nú sjálf- sagður í vönduðum vefstólum. I vefstól með gagnbindingu er stigið á eitt skammel fyrir hvert fyrirdrag og ekki hægt, að öllum jafnaði, að stíga tvö skammel niður samtímis. Vefstóll Gunnars ber ýmis íslensk einkenni, hefur t.d. slöngurifinn uppi og enga hnéslá, en að ýmsu öðru leyti gæti honum hafa verið breytt, t.d. með því að setja í hann gagnbindinguna. Annað er sér- stætt og mjög óvenjulegt, að í honum virðast vera tvenn skammel, líklega fjögur og fjög- ur, fest bæði að framan og aftan. Þessi búnaður held ég hljóti að hafa verið eigin uppfinning Gunnars til að fjölga skammel- um. Myndin af Gunnari í vefstól sínum mun tekin á elliheimilinu Grund, á tímabilinu 1925 til 1932, sjá 1. myncl. Vefstóllinn var gefinn Þjóð- minjasafninu í nóvember 1937 (Þjms. 12153) og liggur þar í geymslu, sundurtekinn. Hann þyrfti að athugast betur en hægt er að gera af mynd, gæti það leitt í Ijós sitthvað um verklag og tækni Gunnars Hinrikssonar. í skýrslu Þjóðminjasafnsins frá 1913, 12. júlí, er gjöf Gunnars Hinrikssonar tíunduð með eftir- farandi orðum: „Gunnar Hinriks- son vefari, Reykjavík. Vefnaðar- sýnishorn, 193 cm langur og 86,5 cm breiður bútur [mælist nú 188 x 86 cm], ofinn af gef. úr útlendu baðmullargarni með ýmsum tegundum vefnaðar. Einskepta (köflótt), klæðisvefnaður (rönd- óttur), tvívefnaður (röndóttur, tvens konar), hálf-þrískepta (röndótt, græn), brugðin hálf- þrískepta (dröfnótt, græn), lausaslanga (röndótt, brún), rjett og röng lausaslanga (bekkjótt og dröfnótt), augnabandavefnaður (clröfnóttur), vaðmál (röndótt), skekt vaðmál (röndótt, brúnt), tvískepta tvens konar ( 1) rönd- ótt, gul og brún; 2) dropótt), ein- og þrískepta (röndótt, gul og brún) og loks aptur augna- bandavefnaður, allstór kafli (hvítleitur, dröfnóttur)“. Fæst af þessum nöfnum kann- ast ég við og þar sem reikna má með að munstrin hafi orðið til í höndum Gunnars, má einnig gera því skóna að hann hafi að einhverju leyti samið nöfnin. Ég hef munsturgreint öll sýnis- hornin og læt hér fylgja bindimunstur með röðun lita í ívafi, 6. mynd. Fyrir neðan er teiknaður inndráttur í höföld (eins og hann gæti hafa verið) sem sýnir afstöðu lita í uppistöðu til bindimunsturs. Uppbinding- ar- og stigmunstur eru teiknuð eins og ég tel einfaldast að hafa þau í nútíma vefstól og eins og þau gætu hafa verið í gagnbind- ingarstól Gunnars. Þessar bindingar eru allar fremur þéttar og til ýmissa hluta nytsamlegar. Hægt er að nota þær fyrir margs konar vefjarefni. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmyndir: Ljósmyndari óþekktur. Þjóbminjasafn Islands, Mms. 6558, nr. 1. Aslaug Sverrisdóttir nr. 2, 3, 4 og 5. Heimildir: 1. Matthías Þórðarson. Ýmislegt um gamla vefstaðinn. Árbók hins íslenzka fornleifafélags, 1914. 2. Safnskrá Þjóðminjasafns íslands 1908 - 1914. 3. Skýrslur um Þjóðminjasafnið 1932 - 1940. 4. Ríkarður Jónsson. Gunnar Hinriksson vefari. Óðinn 1927. 5. M.Þ. [Matthías Þórðarsonl Gunnar Hinriksson. Morgunblaðið, 30. ág. 1932. 6. Svör við spurningum Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns. ÞÞ 1242 og ÞÞ 1256. 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.