Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 22

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 22
Dagleg störf fyrri tíma /j Starfsdagar á Árbæjarsafni Starfsemi Árbæjarsafns tók miklum breytingum sumarið 1988 þegar ráðist var í að auka verulega kynningu á gömlum búskaparháttum og heimilis- iðnaði, þ.e.a.s. daglegum störfum fyrri tíma, með svokölluðum „starfsdögum.“ Markmiðið var að gefa almenningi kost á að heimsækja safnið, fylgjast með og jafnvel taka þátt í þessum daglegu störfum, sem mörg hver eru óðum að falla í gleymsku. Störf sem yngri kynslóðinni finnst í dag hálfhulinn heimur. Þetta fyrsta sumar var byrjað á heyskapardegi. Slegið var með orfi og ljá, rifjað og rakað og að lokum var heyið bundið í bagga og reitt heim í hlöðu. Veðrið var yndislegt og þátttaka mjög góð. Miklar umræður urðu meðal gesta og starfsfólks um sláttulag og aðferðir við baggabindingar. Þarna kom fullorðið fólk sem ekki hafði snert á orfi og ljá síðan á yngri árum sínum og ungt fólk sem langaði til að læra að nota þessi gömlu amboð. Um haustið var síðan haldin húsdýrasýning á safninu. Þetta var fyrir daga Húsdýragarðsins og ekki svo aðgengilegt fyrir borgarbörn að sjá húsdýrin í sínu rétta um- hverfi og vakti sýningin því mikla athygli. Næsta sumar var þessi sýning endurtekin og fékk þá nafnið „Búskapardagur“. Þar mátti sjá mjaltir í fjósinu og gestum var boðið að smakka á spen- volgri nýmjólk. Þá var m.a. sýnd tóvinna í baðstof- unni. í lok júlí sama árs var síðan heyskapardagur með sama skipulagi og árið áður og í ágúst var haldin sýning sem kölluð var „Starfshættir fyrri tíma“. Þennan dag, sem var sá viðamesti til þessa, var sýnt ýmiss konar handverk, eins og tóvinna, hvernig bregða á gjarðir úr hrosshári, útskurður, skeifu- smíði í gömlu eldsmiðjunni og netahnýtingar. Einnig voru sýnd dagleg störf eins og það að 22 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.