Hugur og hönd - 01.06.1993, Page 25
Kristín Jónasdóttir við skilvinduna í Arbœjareld-
húsinu á sýningunni „Dagleg störf jyrri tíma“,
sumarið 1989.
Aslaug Sverrisdóttir á Búskapar- og heim-
ilisiðnaðardegi 1990.
fengum við fólk í bókbancl og gullsmið á gull-
smíðaverkstæðið. Nokkrir unnu hálfan daginn,
aðrir aðeins hluta úr clegi einu sinni til tvisvar í
viku.
Þrátt fyrir þessa auknu starfsemi virka daga teljum
við eftir sem áður nauðsynlegt að bjóða upp á
fyrrnefnda starfsdaga um helgar. Það er fyrst og
fremst um helgar sem fjölskyldufólk hefur tækifæri
til að fara eitthvað saman. Það hefur líka verið
megintilgangurinn með þessum starfsdögum, að
þeir gestir sem heimsækja Árbæjarsafn, hvort sem
er virka daga eða helgar, upplifi það sem lifandi og
fræðancli menningarstofnun, sem þeir geti heimsótt
aftur og aftur og alltaf lært og séð eitthvað nýtt.
Aðalhjörg Ólafsdóttir
safhvörður fræðsludeildar
Ljósmyndir:
Arbæjarsafh.
HUGUROG HÖND
25