Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1993, Page 26

Hugur og hönd - 01.06.1993, Page 26
Margt býr í steininum Undrandi geng ég inn í veröld töfranna sem gestur samt hefur hún vakað bak við augu mín í öllum Ijóma sínum frá hinum fyrsta degi Kristjánfrá Djúpalæk „Margt býr í steininum“, segir máltækið, og víst er það satt. Frá örófi alda hafa menn trúað því að einhvers konar dulin orka byggi í steinum. Ýmsir hugðu að orkuríkustu steinarnir byggju yfir miklum verndar- og töframætti. Eignuðust menn slíka steina skildu þeir þá aldrei við sig, um það má finna dæmi hér á landi, allt frá landnámstíð. íslenskar þjóðsögur segja frá óskasteinum og öðrum orku- steinum sem við sérstök skilyrði orsökuðu yfirnáttúruleg fyrir- bæri. Víst er að margir steinar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir, hvað sem um orku þeirra og aðra aðskiljanlega náttúru má segja. Island er ríkt að fögrum stein- um sem lengi hafa margan heill- að. Sumir hafa orðið ástríðufullir steinasafnarar sem fátt hafa látið aftra sér við leit að fögrum stein- um, klettar og fjöll hafa verið klifin og þungar byrðar af stein- um bornar á baki langar leiðir. Flestir hafa látið sér nægja að hafa steinana heima hjá sér sem augnayndi og hafa þá komið þeim smekklega fyrir inni og úti. Sá maður sem hér er til umfjöll- unar hefur gert meira. Með því að nota tækni nútímans hefur 26 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.