Hugur og hönd - 01.06.1993, Síða 28
hann opnað sér og okkur öllum
dulúðga undraveröld íslenska
steinaríkisins, sýnt okkur ótrú-
lega liti og form náttúrunnar, sem
áður voru hulin mannlegum
augum.
Ágúst Jónsson heitir maður
sem býr á Akureyri. Ágúst er
fæddur 1902 og er því rösklega
28
níræður, ern er hann í besta lagi
bæði til líkama og sálar. Hann er
Svarfdælingur að ætt; ungur nam
hann húsgagnasmíði á Akureyri
en hefur á langri ævi lagt meiri
stund á húsasmíði og smíði ým-
issa mannvirkja. Það orðspor fer
af honum að hann sé vinnusam-
ur, hugmyndaríkur og vandvirk-
ur og eru til margar sögur um
útsjónarsemi hans og verk-
hyggni.
Ágúst var fararstjóri hóps sem
sumarið 1957 sigldi til Jan Mayen
til að safna rekaviði, var sú för
fræg og frækileg.
Ágúst er mikill unnandi ís-
lenskrar náttúru og hefur næmt
auga fyrir fegurð hennar. Þegar
hann var um sjötugt hætti hann
að smíða, seldi trésmíðaverk-
stæði sitt og ákvað að gefa sér
tíma til að sinna hugðarefnum
sínum. Eitt af þeim, og ef til vill
það sem honum var efst í huga,
var að njóta þess að skoða landið
og náttúru þess. Hann ferðaðist
víða og naut yndisleika náttúr-
unnar á öllum árstíðum. Ágúst er
eftirtektarsamur og athugull
skoðandi hins stóra og smáa í
náttúrunni.
Áhuga á fögrum steinum hefur
hann alltaf haft, en hann segir að
eiginlega hafi draumur sem hann
dreymdi komið steinasöfnuninni
af stað og því að gera listaverk
úr steinum. Eins og áður segir
ferðuðust þau Ágúst og kona
hans mikið um landið. Eitt sinn
dreymdi hann að þau væru á
ferð á Möðrudalsöræfum. Leit
hann þá yfir umhverfið og sá að
jörðin glitraði öll af kristöllum,
fegurð þeirra var ólýsanleg. Er
það þá eins og við hann væri
sagt að öllum sé frjálst að taka
svo mikið sem þeir vilji af þess-
um kristöllum. Allt í einu sér
hann að upp úr melnum við
hliðina á þeim rís listaverk úr
fögrum steinum, eins og píramídi
í laginu, og virtist það vera um
metri á hæð. Ágúst segir þá að
gaman væri að hafa slíkt listaverk
á heimili sínu. Faðirinn, sem var
skammt frá til hægri handar,
segir: „Þetta er ykkur einskis
virði. Þú getur sjálfur gert lista-
verk úr þessum steinum". Ágúst
segist svara: „Það get ég ekki,
mig skortir listagáfu til þess“.
Svarið var: "Það er einmitt hún
sem þú hefur“. Þá sígur píramíd-
inn aftur niður í melinn og
hverfur, og draumurinn varð
ekki lengri. Þegar Ágúst fór að
hugsa um drauminn fannst hon-
um hann hafa sérstaka þýðingu
fyrir sig. Skömmu síðar hóf hann
HUGUR OG HÖND