Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 34

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 34
A þessum myndhluta má m.a. sjá karl í tvíhnepptri bolflík undirytriflík. Myndina gerði John Cleveley, jr. 1772 í leiðangri Banks (British Library, Add. 15.511, f.17). sniðin í mittið, nær vel á lendar niður og er afar hörð viðkomu. Hálsmál og ermar að framan eru brydduð með sama vaðmálsefni. Skrautlegu hnapparnir benda til þess að hér sé um sparifat að ræða. Fóðurræmurnar eru úr allskærblárri þæfðri ullareinskeftu eins og m.a. var notuð í kvenpils, sbr. nokkur pils í Þjóðminjasafni. Staðsetning ermaklaufar og gerð hennar vekur athygli. Hún er ofan á hendi og henni frekar inn- anverðri. Yfirleitt voru og eru klaufar á ermum ut- arlega, þá er mun þægilegra að hneppa klaufinni, en hún er að vísu ekki eins áberandi þar og ofan og framan á hendi. Þar sem gerð klaufarinnar er sérstæð og skrautleg hefur þótt hæfa að hafa hana til sýnis. íslenskum heimildum ber allvel saman um flík sem þessa, en oftast er hún kölluð mussa enda eru lýsingar á treyjum nokkuð margbreytilegar. í íslenskum þjóðháttum er lýst treyjum, sem kallaðar voru mussur og notaðar voru til spari um 1800. Espólín segir í Árbókum sínum frá 19- öld, að fyrirmenn hafi lengstum borið kjóla og bændur mussuföt, en síðan um aldamót 1800 hafi sá bún- ingur tekið mjög að breytast. í Brandsstaðaannál segir að klæðnaður hafi haldist lítt breyttur á 18. öld en um aldamótin 1800 hafi kirkjuklæðnaður orðið svört mussa úr sterku, grófu, vaðmáli. Sú mussa var síð, „svo náði nær því bekk, þar setið var“, og tvíhneppt með 16 stórum hnöppum. Ermar voru með þremur hnöppum og mussan svo rúmgóð að hneppa mátti henni utan yfir nógan klæðnað og hún sögð endast manns- aldur. Um mussur segir Þorkell Bjarnason að þær hafi verið í líkingu við jakka, náð niður fyrir mjaðmir með útskotum að neðan. Um 1820-1830 munu þær hafa verið að hverfa fyrir treyjunum, eins og ráða má af vísum Sigríðar Gunnlaugsdóttur „skáldu“, sem kveðin var á þessum árum: „Betra er að eiga mann á mussu, menja lín, en kauða á treyju, o.s.frv." Olafur Sigurðsson segir mussur hafa komið um 1780, verið úr grófu vaðmáli, ófóðraðar, tví- hnepptar, með þremur hnöppum á ermum, „en hneppslustrengurinn var með þríhyrndum laufum og hneppsla í hverju laufi“. Með þessum heimildum er komin nokkuð góð lýsing á treyjunni í Þjóðminjasafni og réttmætt að álykta að flíkin hafi einnig verið kölluð mussa, a.m.k. á Norðurlandi, þar sem ofangreindir höf- undar þekkja til, og verið kirkjufat almúgamanns á tímabilinu 1780-1830. Karlmannsvesti Lýsingar á vestunum í Skýrslu Forngripasafnsins eru stuttar lýsingar á efni, sniði, hnöppum og lausleg breiddar- og lengdarmál. Vesti þessi eru öll fóðruð, tvíhneppt, kragalaus en brydd í hálsmál og framan á boðungum. Formið er 34 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.