Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 35
aðskorið líkamanum og ná vestin rúmlega niður
fyrir mittisstað.
Vesti með Þjms.nr. 1160 er saumað úr blárri mjög
þæfðri ullareinskeftu en fóðrað með ljósum hör-
dúk. Bryddingar eru úr svo kagþæfðu, rauðu, ein-
skeftu-ullarefni að ekki hefur þurft að brjóta inn af
þeim til að varna því að þær röknuðu upp, þó svo
að liggi beint í þeim. Hnappagöt eru einnig rauð
og hnapparnir útlendir, skrautlegir látúnshnappar.
Þetta vesti er mun „fínna“ en hin tvö. Blái liturinn,
rauðar bryddingar og rauð hnappagötin, að mestu
ósamsett fóður, afar lítið slit, skrautlegir hnappar
og vandað handbragð bendir allt til þess að þetta
hafi verið spariflík.
Vesti með Þjms.nr. 1161 er prjónað úr ullarbandi,
svart að lit, afar mikið þæft, með svörtum ein-
skeftubryddingum, einnig úr ull og eins og segir í
Skýrslu safnsins, líklega með íslenskum, hvítum
hrossbeinshnöppum. Ber það því merki hvers-
dagsklæðnaðar enda greinilega slitið. Vestið virðist
prjónað í hring eins og flestar prjónaflíkur þessa
tíma, kagþæft til að gera fiíkina hlýrri og slitsterkari
og síðan tilsniðið og gengið frá handvegi, hálsmáli
og börmum með bryddingum. Fóðrið er Ijósleitur
hördúkur margsamansettur úr smærri bútum.
Vesti með Þjms.nr. 1162 er með prjónuð framstykki
úr svörtu ullarbandi og baki úr svarblárri, grófri
ullareinskeftu. Bryddingar í hálsmáli og á boð-
ungsbörmum eru úr svartri ullareinskeftu og
hnappar hvítir, íslenskir beinhnappar, sbr. vesti
með Þjms.nr. 1161.
7. Peysa með Þjms.nr. 1159.
Fóður í bakið er samsett úr athyglisverðum leif-
um af gamalli, viðgerðri, sléttprjónaðri flík, nær-
skyrtu eða nærbrók. Boðungarnir eru aftur á móti
fóðraðir með hvítleitum striga. Vestið er afar slitið
og því má greinilega sjá prjónatæknina, sem ellegar
er oft falin á kagþæfðu, lítt slitnu prjónlesi.
Augljóst er að þetta vesti hefur verið notað á
sjónleikjum og lokið þar með hlutverki sínu. Á baki
þess eru tvær stórar bætur, athyglisverðar hver fyrir
sig, en þjóna ekki bótahlutverki, þ.e. flíkin er ó-
skemmd undir þeim. Af slitflötum vestisins má sjá
að því hefur verið hneppt á báða boðunga. Ef til
vill hefur verið hneppt á annan boðung spari og
hinn hversdags, en slíkt þekktist m.a. í Danmörku.
Heimildum ber saman um að í byrjun 19- aldar
hafi vesti, oftast prjónuð, ein- eða tvíhneppt, verið
algeng skjólflík eins og bolur og brjóstadúkur áður
og ein aðalflík karlmanna, sem menn klæddust
ýmist utan yfir nærskyrtu eða nærpeysu, eða undir
nærpeysu. Hversdags voru karlar oft snöggklæddir
inni og við útiverk á sumrum og klæddust þá
skyrtu, vesti og nærbrók.
Sjálfsagt er ekkert fyrrgreindra vesta heldri manns
flík, því heimildir segja, að þeir hafi flestir átt
klæðisvesti eða vesti úr erlendu efni, auk þess sem
fóður allra vestanna er líklega ekki við hæfi heldri
manna. Líkur eru því á að þetta séu almúgaföt.
Karlmannspeysur
Peysa með safnnr. 1157, sbr. Skýrslu Forngripasafnsins:
8. Úlpa, peysa með Þjms. nr. 5796.
HUGUROG HÖND
35