Hugur og hönd - 01.06.1993, Side 36
Karlmannspeisa prjónuð, lituð dökkblá, með
rauðum hnappagötum og rauðum bryddingum
um ermar, hálsmál og boðangsjaðra, tvíhnept upp
í háls með steyptum og gröfnum látúnshnöppum,
líklega íslenskum, þverm. 14 cm.; eru 8 á hvorum
boðangi. Ermar eru og hneptar fremst með 3
hnöppum hvor... Ljereptsfóður er undir boðöngum
og við háls og úlnliði.
Peysa með Þjms.nr. 1158 er einnig prjónuð, dökkblá
að lit með rauðum hnappagötum og rauðum
bryddingum um ermar, hálsmál og jaðar yfirboð-
ungs, en einhneppt með útlendum messingar-
hnöppum.
Peysa með Þjms.nr. 1159 er að öllu leyti lík nr.1158,
en með grænleitum bryddingum og hnappagötum,
7 hnöppum að framan og 4 á ermum.
Úlpa með Þjms.nr. 5796, sbr. Skýrslu Fomgripasafnsins
1909:
Úlpa, blá, prjónuð, með silfurhnöppum að fram-
[anj og á ermum. Átt hefur fyrrum Jónatan Jón-
atansson í Víkum á Skaga og afi hans þar áður;
sonarsonur Jónatans, Jón Hilman í Ameríku, nú
um sextugt, átti úlþuna síðast. - Mun hún því vera
um 150 ára.
Þessi úlpa er í raun álíka peysa og fyrrnefndar
peysur., nema hvað hún er síðari og stærri. Neðst
á bolum allra peysanna eru nokkrar umferðir ein-
göngu með brugðnum lykkjum en á úlpunni er
ofan við brugðnu umferðirnar einnig munstur sem
myndar einskonar tiglaröð með brugðnum lykkj-
um. Úlpan er einhneppt með kúlulaga silfur-
hnöppum, bryddingar eru úr vaðmálsefni og að-
eins 1 hnappur á hvorri ermaklauf.
Peysurnar fjórar eru allar prjónaðar í hring með
sléttu prjóni nema brugðnar umferðir neðst á bol-
um sem fyrr segir. Efst á bolunum mynda úrtökur
einskonar laskaermasnið og síðan eru teknar upp
lykkjur við „handvegi" og ermar prjónaðar í hring
ofan frá og fram á úlnlið. Við olnbogann er „mælt
á“ eins og kallað er, þannig að ermin fær ávala
lögun sbr. form á t.d. tvískiptri ermi. Þetta er
prjónatækni sem fáir kunna nú á dögum en hefur
greinilega verið vel þekkt og háþróuð aðferð á
öldum áður. Þannig má e.t.v. einnig spara garn og
losna við fellingar sem myndast í olnbogabótinni.
Peysurnar eru síðan þæfðar til að gera þær hlýrri
og slitbetri, klipptar sundur í miðju að framan, til-
sniðnar í hálsinn og bryddar. Sama er gert við
klaufar á ermum. Fóðurræmur undir bryddingun-
um eru víða athyglisverðar og gætu hugsanlega
gefið svör við ýmsu er snertir sögu peysanna.
í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls-
sonar er lýsir ferðum þeirra um ísland á árunum
1752-1757 segir, að menn séu í prjónapeysum og
sokkum, en nærbuxum og skyrtum úr ullarein-
skeftu, heimaofinni.
Heimildum ber yfirleitt vel saman um lýsingar á
peysum eins og peysum safnsins. Kallast þær víða
nærpeysur og er oftast talað um þær gráar,
mórauðar, blágráar eða bláleitar. Frekar eru þær
taldar til hversdagsklæðnaðar frarn á byrjun 19-
aldar og eru þá oftast hafðar undir vesti. Um 1810
virðast þær verða spariflíkur, einkum eða í upphafi
meðal ungra manna. Eru þær þá hafðar frá-
hnepptar, utan yfir vesti, bláar með rauðri brydd-
ingu eða jafnvel, sem þótti enn fínna, voru þær
hafðar rauðar með blárri bryddingu.
Eftir frásögnum þeirra Þorkels og Ólafs hefur
klæðnaður alþýðumanna allt fram yfir miðja 19. öld
verið mestmegnis úr innlendu efni í sauðalitum og
klæðis- og tauföt afar sjaldgæf. Litunarefni voru dýr
og mikil vinna að lita úr grösum o.fl. eftir því sem
hver hafði aðgang að. En spariflíkur voru oftast lit-
aðar enda vandað til þeirra eins og kostur var.
Karlmannsbuxur, Þjms.nr. 1163
Síðasta flíkin í eigu Þjóðminjasafnsins sem hér
verður lýst eru síðar prjónaðar buxur með loku að
framan, oft nefndar lokubuxur, langlokubuxur eða
brækur.
Þeim er lýst óvenju nákvæmlega í Skýrslu safns-
ins árið 1876:
Karlmannabuxur (-brókj, svartar, prjónaðar,
brugðnar, með 8,5 cm. breiðum vaðmálsstreng
(brókarhaldi) og er hvítleitt Ijereptsfóður undir
9. Karl að elta skinn í brák. Mynd úr Ferðabók Eggerts
og Bjarna frá árunum 1753-1757.
36
HUGUR OG HÖND