Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 39

Hugur og hönd - 01.06.1993, Qupperneq 39
krafðist rýmis og mun meiri sérþekkingar en prjón, sem flestir geta lært með lítilli fyrirhöfn. „Teygjan- leiki“ prjóns lagar sig vel að eiginleikum ullar, hreyfingum líkamans og síðast en ekki síst eru prjónaðar ullarflíkur einnig yfirleitt hlýrri en ofnar flíkur og samræmast því vel íslensku veðurfari. Prjónaðir munir sem komu upp við fornleifa- uppgrefti að Bergþórshvoli árið 1927 og Stóruborg árin 1979 og 1981 hafa m.a. leitt líkur að því, að prjón hafi verið þekkt hérlendis þegar á fyrri hluta 16. aldar. Er það fyrr en sýnt hefur verið fram á að verið hafi á öðrum Norðurlöndum. Prjónaaðferðin virðist hafa fallið vel að landsins gæðum, sauðfjárullinni, og lagað sig að óáran og náttúruhamförum, og heimildum ber saman urn að allir hafi prjónað, úti sem inni, karlar sem konur, ungir sem aldnir, jafnvel bráðung börn. Þetta er vert að hafa í huga er íslenskar karl- mannsflíkur frá fyrri öldum eru skoðaðar. Niðurlag í Þjóðminjasafni Dana, Nationalmuseet, eru eins og fyrr sagði varðveittar íslenskar karlmannaflíkur, sem gefnar voru þangað 1858. Meðal þeirra eru prjónuð peysa og prjónaðar hnébuxur sem hvort tveggja er mjög athyglisvert. Flíkurnar í National- museet þarf að rannsaka og bera saman við flík- urnar í Þjóðminjasafninu og samtíma erlendar flíkur svo draga megi marktækar ályktanir um fatnað ís- lenskra alþýðumanna frá 1740-1850. HUGUR OG HÖND Segja má, að með svari við hverri spurningu sem ég leitast við að svara í rannsókn þessari, vakni nýjar spurningar. Fæst betri nýting á litlu garnmagni til fatagerðar með því að prjóna úr því, heldur en vefa, þar eð drjúgmikið garn þarf þegar í byrjun vefnaðar til „að setja upp“ uppistöðuþræðina í vefstaðinn/stólinn? Aður fyrr voru bæði voðir og prjónles mikið þæft til að gera fatnað hlýrri, slit- og endingarbetri. Og spyrja má: Var auðveldara að þæfa prjónaðar flíkur heldur en ofnar voðir? Eins og þegar er fram komið, virðast flíkurnar i Þjóðminjasafni íslands vera hversdags- og spari- fatnaður alþýðumanna. Að mínu mati er því afar mikilvægt í rannsókn sem þessari að reyna að skoða líf og kjör alþýðufólks þess tíma sem rann- sóknin nær yfir. Þar þarf svo sannarlega að leita með opnum huga í viskubrunna margra sagnfræð- inga, sem virðast ekki á eitt sáttir urn kosti ög galla íslensks samfélags fyrri alda. Oftlega eru handrit og „frumheimildir" einu „nothæfu" heimildirnar. Hér sem erlendis var áður lítils metið að skoða almúgann, kjör hans, verkfærni, vinnubrögð, hvað þá klæðnað. Erlendis hafa t.d. verið ritaðar þykkar bækur um svokallaða tísku fyrri alda, en í raun er þar yfirleitt aðeins verið að lýsa fatnaði hástéttanna, sem víða er talið að fram til 1800 hafi verið um 3% af íbúum Evrópu. Um hin 97% er mun erfiðara að fræðast nokkuð. Hérlendis hefur svokölluð yfirstétt á öldum áður 39

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.