Hugur og hönd - 01.06.1997, Side 4
Sköpunarþörf
Breytileiki íslensks landslags,
hrjóstrugt umhverfi og óstöðugt
veðurlag meitlast líklega dýpra í
sálarlíf Islendinga en margan
grunar. Þeir sem alast upp á þessu
norðlæga landi læra flestir að nýta
grófa eiginleika þess til fjölbreyttr-
ar útiveru og náttúruskoðunar við
misjafnar aðstæður. Landslagið
getur svo sannarlega eflt ímynd-
unarafl, sköpunargleði og hug-
myndaflug þeirra sem ganga til
móts það með jákvæðum huga og
njóta þess sem landið gefur í orðs-
ins fyllstu merkingu.
Vinnufélagi minn frá unglings-
árunum veitir sköpunarþörf sinni
útrás með því að skafa íslenskt
móberg svo snilldarlega að venju-
arverk heldur frekar sem stundar-
upplifun sjálfs sín.
Móbergsfjöll urðu til við gos
undir jöklum á jökulskeiðum ís-
aldarinnar. Þau er einkum að finna
á sömu svæðum og nútíma eld-
stöðvar og setja sérstæðan svip á
íslenskt landslag. Sem dæmi má
nefna Sveifluháls, Jarlhettur,
Hlöðufell og Herðubreið.
Náttúran er sífellt að umskapa
landið, það er hennar eiginleiki og
móbergið fer ekki varhluta af því.
Veður og vindar sem ýmist gæla
við það eða geysast yfir það, vinna
á því og móta samtímis.
Biggi sleit barnsskónum í Vest-
mannaeyjum. Þegar hann var 16
ára „flutti fjölskyldan suður" til
Ási í Bæ í eigin umhverfi.
legur móbergsklumpur verður að
listaverki í höndum hans. Biggi er
hann kallaður, heitir Birgir Egg-
ertsson og er í hópi íslenskra nátt-
úrubarna sem nálgast land sitt
eins og hluta af sjálfum sér.
Móberg er samlímd bergtegund
sem víða er að finna í nágrenni
Reykjavíkur. Það er afar viðkvæmt
fyrir hnjaski og ekkert eilífðarefni
nema það sé meðhöndlað sérstak-
lega og sá eiginleiki heillar Bigga.
Verk sín sér hann ekki sem eilífð-
Reykjavíkur, eins og sagt er í Eyj-
um. Klettarnir í Eyjum, einkum
Heimaklettur, eru samt enn sterk-
ur þáttur í heimi Bigga og eiga
stóran þátt í allri hans túlkun.
Biggi hefur með árunum kennt
sjálfum sér að skoða og skynja
náttúru íslands, einkum kletta og
grjót, og með sköpunarvilja sínum
og afar einföldum áhöldum tekst
honum að breyta grjóthnullung-
um, sem aðrir labba fram hjá án
þess að veita athygli, í margbreyti-
lega formfagra muni. Verk hans
verða til við að hann skefur bergið
í það form sem hann vill ná fram.
Eg minnist Bigga í öllum hléum
í vinnunni vera að krota umhverfi
sitt á pappírsbleðla og skissa upp
skopmyndir af vinnufélögunum.
Krotið höfðaði vel til mín og
krotárátta okkar beggja sem ung-
linga í sumarvinnu í stóru fyrir-
tæki á höfuðborgarsvæðinu óf ein-
hver bönd milli okkar, sem hafa
haldist þrátt fyrir að leiðir okkar
lægju í mismunandi áttir. Hann fór
í Iðnskólann og lærði til smiðs.
Meðfram smiðsnáminu fór
Biggi á nokkurra kvölda námskeið
í teikningu en hefur fátt um þá lífs-
reynslu að segja.
Skúlptúrinn Hafrót.
„Mér hentaði ekkert að teikna
bara turna eða frumformin. Ég
vildi fara strax yfir í eitthvað raun-
verulegt. Það hefði verið gaman
að læra módelteikningu og læra
að skynja hvernig líkaminn hagar
sér og síðan búa til mynd, eftir
minni hugsun. Það hefði ég þurft
að læra. En þegar ég var ungur,
hefði ég ekki þorað að fara í mód-
elteikningu. Þá var alltof mikið
fyrir mig að fara og sjá allsnakinn
kvenmann og eiga að horfa á hann
4 Hugur og hönd 1997