Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 16

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 16
Listaverkin á Sléttuvegi Ólafur konungur helgi. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík hófst fyrir um tuttugu og fimm árum. Starfsemin var þá aðeins á Norðurbrún en nú fer starf- ið fram á þrettán stöðum. Sú kynslóð sem fram til þessa hefur sótt félagsstarf- ið hefur átt fáar tómstundir og yfirleitt unnið hörðum höndum allt sitt líf, þannig að sú margvíslega þjónusta sem boðið er upp á er ný fyrir marga, þó virðist þetta vera að breytast. Anna Ragnheiður Thoraren- sen kennir hjá Félagsmið- stöð aldraðra í Reykjavík. Hún er með handavinnu- kennarapróf frá Hánd- arbejdets Fremme í Dan- mörku og hefur starfað við kennslu frá 1974, fyrst við Geðdeild Borgarspítalans og síðan hjá öldruðum. Hún telur að með örvun og hvatningu geti fólk rifjað upp fyrri kunnáttu og til- einkað sér nýja þekkingu, þrátt fyrir allháan aldur. Að glíma við verkefni, ljúka þeim og hlakka til að takast á við ný er bæði hvetj- andi og endurnýjandi fyrir einstak- linginn. Auk .þess kynnist fólk og hittir gamla kunningja. Fátt er betra en að vinna að sameiginleg- um verkefnum og áhugamálum. Ragnheiður segir starfið vera hvetj- andi og ánægjulegast þegar vel tekst til. Mikilvægasta atriðið er að virkja fólk til starfa og að fullnægja þörfinni fyrir að vinna. Það er mik- ilvægt atriði að ná til sem flestra og rjúfa þar með þá einangrun sem margir búa við og hætt er við að skapist þegar fólk eldist og hefð- bundnum störfum lýkur. Samstarfið I Félagsmiðstöðinni á Sléttuvegi 11-13 fer fram ánægjulegt samstarf kvenna á aldrinum 70-90 ára með tilsögn Ragnheiðar sem er bæði hugmyndarík og listfeng. Sú hugmynd kom upp að vinna að sameiginlegu verkefni til að prýða húsið og var þá ákveðið að sauma þrjú veggteppi. Lóa Þorkelsdóttir, sem er ein af hvatamönnum að gerð teppanna, lýsir undirbúningnum þannig: „Á útmánuðum árið níutíu ogfjögur sátu nokkrar konur í Selinu á Sléttuvegi númer ellefu og þrettán - veltu vöngum ogflettu blöðum án fyrirfram ákvörðunar - óþolinmóðir fingur fitluðu við nálar, þræði, hörefni og híalín meðan Þorri og Góa þrættu utan veggja um jafnréttismál - án niðurstöðu. Inni flaug lítt mótuð hugmynd á loft - samverk margra handa listaverk - þjóðlegt -fagurt- að prýða Þjónustuselið gleðja augu - ögra elli og armæðu tengjafortíð, nútíð ogframtíð, laða saman liti ogform, gleymafjasi oggnauði vetrarvindanna." Ása Ólafsdóttir myndlist- armaður hannaði sérstak- lega mynstur fyrir þær eftir ljósritum úr Jónsbók sem varðveitt er í Árnasafni. Hún litaði einnig kambgarn í teppin. Konurnar fengu nokkra styrki sem dugðu fyrir hönnunarkostnaði en þá var eftir að kaupa efni og garn. Það fjármögnuðu þær með kaffisölu þar sem hver kona kom með sína köku. Frá því segir Lóa á skemmtilegan hátt: „Þá varð til sjóður úr sætabrauði, rjóma og alls kyns ávöxtum - hlaut nafiiið Hugsjónabanki og hefir þá kosti umfram aðra sjóði að eyðast ekki, þó afsé tekið - og mun endast meðan hugsjónir halda velli." Það sýnir hve áhuginn var mikill hjá íbúunum á Sléttu- vegi að margir buðust til að fjármagna efniskaupin. Teppin eru saumuð í fínan stramma með krosssaumi. Það fyrsta er um helga trú, annað er af Ólafi helga Noregskonungi og það þriðja er um farmannalög. Þau eru 146 x 90 cm að stærð, nema teppið með Ólafi helga er 104 cm á breidd. Þau eru öll saumuð þannig að litir myndanna og textans eru látnir haldast sem líkastir því sem þeir eru í Jónsbók, eftir húsraka og geymslu á misjöfnum stöðum. Lóa segir ennfremur: „Eftir- vænting og gleði ríkti þegar sköpunarverkin fóru að mótast. Á hverjum miðvikudegi, eftir há- degi, var saumað af innlifun og sporunum fjölgaði ört, enda saumuðu ósjaldan fjórar konur í sama teppi. Tíminn týndist bók- staflega og skammdegismyrkrið drukknaði í bökunarilminum frá eldhúsinu. 16 Hugur og hönd 1997

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.