Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 23

Hugur og hönd - 01.06.1997, Blaðsíða 23
Skotthúfa Stærð: 3-5 ára Efni: Kambgarn; rautt 1 dokka hvítt 1 dokka svart 1 dokka drappl. 1 dokka Saumgarn: Rautt og gulbrúnt. Prjónar: Hringprjónar nr. 21/2 og 3 og sokkaprjónar nr. 3. Prjónfesta: 13 L x 16 umf. = 5x5 cm. Fitjið upp 120 L á lítinn hringprjón nr. 21/2 með rauðu og prjónið 7 umf. með sléttu prjóni. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3 og prjónið 1 umf. brugðna og síðan slétt 7 cm. Skiptið um lit og prjónið með hvítu 5 umf. Prjónið munsturbekk og síðan 5 umf. hvítt. Skiptið yfir í rauða litinn og prjónið 1 umf. slétta og 1 umf. brugðna og síðan slétt 10 umf. ÚRTAKA: 1. J’rjónið 2 L saman og 3 L á milli 1 hring. Prjónið 3 umf. án úrtöku. 2. Prjónið 2 L saman 2 L á milli og síðan 2 umf. án úrtöku. 3. Prjónið 2 L saman og 1 L á milli og síðan 1 umf. án úrtöku. 4. Takið úr 2 L saman og 0 L á milli þar til lykkjufjöldi í heild eru 18 lykkjur. 10L □ = hvítt o = drappl. x = svart / = rautt Prjónið skott þar til það mælist 18 cm. Takið þá 2 L saman allan hringinn og slítið bandið frá og dragið í gegnum eftirstandandi lykkjur. FRÁGANGUR: Gangið frá end- um. Saumið fald niður. Klippið rautt saumgarn í 8 cm lengjur, 2 spotta fyrir hverja kerlingu, þ.e. 24 spotta alls og festið síðan á sinn stað með einfaldri lykkju. Saumið með gulbrúnu saumgarni fyrir miðju á svuntu á hverri kerlingu. Klippið 18 lengjur x 52 cm af svörtu kambgarni. Brjótið lengj- urnar í tvennt og festið með vafn- ingi. Festið við húfuskott. Hönnun: Sólveig R. Kristinsdóttir Hugur og hönd 1997 23

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.